Fara í efni

Mannvirkjanefnd

22. fundur
21. september 2009 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Aðbúnaður barna og starfsmanna á leikskólanum Sólvöllum
Málsnúmer 0909028
<DIV><DIV>Nefndin byrjaði á því að fara í heimsókn á leikskólann Sólvelli. Leikskólastjóri tók á móti nefndinni og sýndi leikskólann. Farið var yfir allar framkvæmdir sem unnar hafa verið í ár. Eftir heimsókn voru lögð fram eftirfarandi gögn fyrir nefndina til kynningar; bréf til foreldra, dagsett 10. september, svarbréf til foreldrafélagsins, dagsett 10. september og minnisblað mannvirkja- og fræðslustjóra, dagsett 14. september. Einnig lögð fram eftirlitsskýrsla frá HAUST, dagsett 9. september, og afrit af starfsleyfi útgefið af HAUST, dagsett, 22. apríl 2009. Mannvirkjanefnd skoðaði lóð og húsnæði í fylgd með leikskólastjóra.</DIV></DIV>
2.
Aðgengismál við sundlaug Norðfjarðar
Málsnúmer 0906071
<DIV><DIV><DIV>Mannvirkjanefnd fór og skoðaði aðstæður í kringum sundlaugina á Norðfirði. Forstöðumaður sundlaugarinnar tók á móti nefndinni og fór yfir málin með henni. Farið var yfir það sem gert verður í haust og svo málin rædd með framhaldið. Nefndin leggur á það áherslu að fá fjármagn til að geta bætt aðgengismálin. </DIV></DIV></DIV>
3.
Fjarðabyggðarhöll
Málsnúmer 2008-09-11-1450
<DIV><DIV>Engin viðbrögð hafa borist frá Leigusala, Landsafl hf. Lagt fram bréf dagsett, 21. september 2009, þar sem leigusala er tilkynnt að hafist verði handa við að fjarlægja þakkant Fjarðabyggðarhallarinnar 1. október, ef ekki liggi fyrir lausn á málinu. Leigugreiðslur til Landsafls hf. vegna Fjarðabyggðarhallarinnar verða stöðvaðar frá og með næstu mánaðarmótum. Mannvirkjanefnd felur mannvirkjasviði að fylgja málinu eftir og leggur áherslu á að málinu verði hraðað eins og kostur er. </DIV></DIV>
4.
Félagsheimilið Valhöll - ósk um leigu
Málsnúmer 0908039
<DIV><DIV>Lögð fram drög að samningi við Tandraberg ehf. um rekstur á félagsheimilinu Valhöll. Mannvirkjanefnd samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og felur mannvirkjastjóra að ganga frá samningnum.</DIV></DIV>
5.
Hús áhugamálanna - Félagslundur
Málsnúmer 0909075
<DIV><DIV>Lagt fram bréf Reyðarfjarðardeildar RKÍ, dagsett 18. september 2009, um afnot af Félagslundi á Reyðarfirði. Hugmynd deildarinnar er að ýmiskonar klúbbar og félagasamtök geti átt samastað í húsnæðinu og Rauðakrossdeildin beri ábyrgð á því og stæði fyrir uppákomum í samstarfi við þá klúbba og félagasamtök sem notuðu húsnæðið. Mannvirkjanefnd samþykkir erindið og felur mannvirkjastjóra að gera drög að samningi og leggja fyrir nefndina.</DIV></DIV>
6.
Húsnæðismál Myndlistarfélags Eskifjarðar
Málsnúmer 0908084
<DIV><DIV>Lagður er fram til kynningar afnotasamningur við Myndlistarfélag Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, dagsettur 17. september 2009. Samningurinn er um rými á neðrihæð skrifstofuhluta Valhallar. Mannvirkjanefnd fagnar því að húsnæðið sé að nýtast undir þessa starfssemi.</DIV></DIV>
7.
Ósk um leigu á félagsheimilinu Skrúð
Málsnúmer 0908092
<DIV><DIV>Lögð fram bréf dagsett 26. ágúst og 11. september 2009 vegna óska um viðræður um leigu á Félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði. Mannvirkjanefnd fór yfir málið og mannvirkjasviði farið að ræða nánar við viðkomandi.</DIV></DIV>
8.
Sala lóðar Sorpmiðstöðvar Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2008-03-07-494
<DIV><DIV>Lögð fram drög að kaupsamningi, dagsettum 2. september 2009, milli Fjarðabyggðar og Íslenska Gámafélagsins um lóð að Hjallanesi 10, 730 Fjarðabyggð. Mannvirkjanefnd samþykkir að ganga frá sölu lóðarinnar samkvæmt fyrirliggjandi drögum og felur mannvirkjastjóra að klára málið.</DIV></DIV>
9.
Sala nr. 14750, Breiðablik 11
Málsnúmer 0908094
<DIV><DIV><DIV><DIV>Lagt fram bréf frá Ríkiskaupum , dagsett 15. september, vegna opnunar tilboða í Breiðablikk 11, 740 Fjarðabyggð. Einnig lögð fram staðfesting á töku tilboðs frá fjármálaráðuneytinu, dagsett 16. september. Mannvirkjanefnd samþykkir töku tilboðs sem eigandi 25% eignarinnar og vísar málinu til endanlegrar staðfestingar hjá bæjarráði.</DIV></DIV></DIV></DIV>
10.
Fyrirspurn frá Gunnari Karlssyni um gangbraut ofan við verkmenntaskólann
Málsnúmer 0909105
<DIV>Gunnar Karlsson benti á að það vantaði gangbrautarmerki við gangbraut ofan við Verkmenntaskóla Austurlands, einnig benti Gunnar á að nauðsynlegt væri að gangstétt á austurkanti bílastæði við Verkmenntaskólann þannig að börn sem væru að fara í grunnskólann þyrftu ekki að ganga yfir bílastæðin. Málin rædd og verða skoðuð fyrir næsta fund nefndarinnar.</DIV>
11.
Fyrirspurn frá Gunnari Karlssyni um viðhald snjóflóðavarna í Drangagili
Málsnúmer 0909104
<DIV><DIV>Gunnar Karlsson spurði hvernig væri háttað með viðhald á snjóflóðamannvirkjum í Drangagili. Viðhaldsmál er á ábyrgð bæjaryfirvalda samkvæmt reglugerð 505/2000. Ofanflóða- og bæjarsjóð borga við í hlutföllunum, Ofanflóðasjóður 60 % en bæjarsjóður 40 % samkvæmt lögum nr. 49/1997. Mannvirkjastjóri mun leggja lög og reglugerð til kynningar fyrir nefndina á næsta fundi. </DIV></DIV>