Mannvirkjanefnd
23. fundur
12. október 2009 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Skólamiðstöð á Fáskrúðsfirði, 2. áfangi
<DIV><DIV><DIV>Fundurinn byrjaði á heimsókn í Skólamiðstöðina á Fáskrúðsfirði. Eygló Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólastjóri og Eyþór Friðbergsson húsvörður tóku á móti nefndinni og sýndu húsnæðið. Vígsla á 2. áfanga er fyrirhuguð í haust. Nefndin þakkaði góðar móttökur.</DIV></DIV></DIV>
2.
Snjóflóðavarnir í Tröllagili í Norðfirði - framkvæmdum frestað
<DIV>
<DIV>
<DIV>
<DIV>
<DIV>
<DIV>Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti, dagsett 7. október 2009, um þá ákvörðun að búið sé að fresta framkvæmdum við þver- og leiðigarð neðan Tröllagils á Norðfirði. Í bréfinu kemur fram að Ofanflóðasjóður mun væntanlega ekki hafa fjármagn í verkefnið fyrr en árið 2013. Mannvirkjanefnd lýsir yfir vonbrigðum með þessa ákvörðun og skilur hana alls ekki þar sem framkvæmdin snýst um öryggismannvirki fyrir stóran hluta Norðfjarðar. Ef skoðaður er ársreikningur Ofanflóðasjóðs fyrir árið 2008 kemur fram að eigið fé sjóðsins er rétt tæplega 6 milljarðar og hefur hækkað um rúmlega milljarð á milli ára. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 592 milljónum í framkvæmdir á vegum sjóðsins&nbsp;á árinu 2010 en þess má geta að fjármagnstekjurnar voru 676 milljónir árið 2008. Það má leiða að því líkum að fjármagnstekjur sjóðsins verði ekki lægri í ár, hvað þá á næsta ári. Í fjárlagaframvarpinu er þar að auki gert ráð fyrir 1400 milljónum í ofanflóðagjald sem eru tekjur Ofanflóðasjóðs, en tekjur sjóðsins nema 0,3 % af vátryggingarverðmæti allra brunatryggðra húseigna á Íslandi. Einnig stangast yfirlýsingin á við fyrri yfirlýsingar ráðherra. Nefndin hvetur bæjarráð til að senda frá sér harðorða ályktun til ríkisstjórnar Íslands þar sem þess verði krafist&nbsp;að þessari ákvörðun verði snúið. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
<DIV>
<DIV>
<DIV>
<DIV>
<DIV>Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti, dagsett 7. október 2009, um þá ákvörðun að búið sé að fresta framkvæmdum við þver- og leiðigarð neðan Tröllagils á Norðfirði. Í bréfinu kemur fram að Ofanflóðasjóður mun væntanlega ekki hafa fjármagn í verkefnið fyrr en árið 2013. Mannvirkjanefnd lýsir yfir vonbrigðum með þessa ákvörðun og skilur hana alls ekki þar sem framkvæmdin snýst um öryggismannvirki fyrir stóran hluta Norðfjarðar. Ef skoðaður er ársreikningur Ofanflóðasjóðs fyrir árið 2008 kemur fram að eigið fé sjóðsins er rétt tæplega 6 milljarðar og hefur hækkað um rúmlega milljarð á milli ára. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 592 milljónum í framkvæmdir á vegum sjóðsins&nbsp;á árinu 2010 en þess má geta að fjármagnstekjurnar voru 676 milljónir árið 2008. Það má leiða að því líkum að fjármagnstekjur sjóðsins verði ekki lægri í ár, hvað þá á næsta ári. Í fjárlagaframvarpinu er þar að auki gert ráð fyrir 1400 milljónum í ofanflóðagjald sem eru tekjur Ofanflóðasjóðs, en tekjur sjóðsins nema 0,3 % af vátryggingarverðmæti allra brunatryggðra húseigna á Íslandi. Einnig stangast yfirlýsingin á við fyrri yfirlýsingar ráðherra. Nefndin hvetur bæjarráð til að senda frá sér harðorða ályktun til ríkisstjórnar Íslands þar sem þess verði krafist&nbsp;að þessari ákvörðun verði snúið. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
3.
Reglur vegna sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar
&lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;Lögð fram drög að reglum vegna sölu á fasteignum Fjarðabyggðar. Reglur gilda bæði fyrir félagslegt húsnæði og íbúðir eignarsjóðs. Mannvirkjanefnd fór yfir málið, óskar eftir umsögn félagsmálanefndar og frestar afgreiðslu til næsta fundar.&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;
4.
Tillaga að leiguverði fyrir íbúðir í eigu Fjarðabyggðar
&lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;Kynnt fyrir nefndinni tillaga að reglum um útreikning á leiguverði fyrir íbúðir Fjarðabyggðar. Mannvirkjanefnd fór yfir reglurnar og forsendur fyrir útreikningi á leiguverðinu.&nbsp;Nefndin felur mannvirkjasviði að vinna reglurnar áfram í samvinnu við félagsþjónustu- og fjármálasvið.&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;
5.
Uppbygging á aðstöðu
&lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;Lögð fyrir nefndina tillaga ásamt greinargerð, dagsett 9. október 2009, um flutning á þremur 40 feta gámaeiningum upp í Oddskarð. Tillagan felur í sér tilflutning fjármuna milli verkefna sem eru á höndum nefndarinnar. Mannvirkjanefnd samþykkir tillöguna og vísar tilfærslunni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Jafnframt vill mannvirkjanefnd að gert verði ráð fyrir aðstöðu fyrir Skíðafélag Fjarðabyggðar í nýrri aðstöðu.&nbsp;Mannvirkjastjóra falið að vinna að útfærslu með forstöðumanni og skíðafélaginu.&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;
6.
Viðhald snjóflóðavarna í Drangagili
&lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;Í framhaldi af fyrirspurn frá Gunnari Karlssyni á síðasta fundi mannvirkjanefndar eru eftirfarandi gögn lögð til kynningar fyrir nefndina; Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997, reglugerð um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða nr. 505/2000 ásamt reglugerð 495/2007 um breytingar á reglugerð nr. 505/2000. Einnig lagðar fram myndir sem mannvirkjastjóri tók þann 29. september 2009. Þar sést að tvær stórar aurkeilur hafa hafnað í netunum en&nbsp;búið er að senda myndir á Ofanflóðasjóð ásamt stuttri greinargerð. Málið er komið í vinnslu hjá ráðgjöfum sem munu skila af sér áætlun um mögulegar úrbætur. Mannvirkjanefnd fór yfir málið.&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;