Mannvirkjanefnd
25. fundur
16. nóvember 2009 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Fjarðabyggðarhöll
<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram bréf dagsett 6. nóvember frá LEX Lögmannsstofu fyrir hönd Landsafl hf. vegna viðgerða á Fjarðabyggðarhöllinni. En þar er farið yfir þær aðgerðir sem verktaki Fjarðabyggðarhallarinnar Sveinbjörn Sigurðsson hf. er að fara í á þakkanti byggingarinnar. Mannvirkjanefnd felur mannvirkjasviði að fylgja eftir framkvæmdum við höllina og mun skoða málið aftur í vor eftir reynslu vetrains.</DIV&gt;</DIV&gt;
2.
Hjáleið á Reyðarfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 27. október. Þar koma fram tillögur að skilgreiningu á þjóðvegi í þéttbýli í gegnum Reyðarfjörð. Mannvirkjanefnd felur mannvirkjasviði að útfæra hugmyndina betur í samvinnu við Vegagerðina og leggja aftur fyrir nefndina.</DIV&gt;</DIV&gt;
3.
Ofanflóðanefnd samþykkir matið á Hlíðargötu 26b og Urðateigi 37
<DIV&gt;Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 12. október 2009. Ofanflóðanefnd fjallaði um matsgerðir vegna uppkaupa fasteigna við Urðarteig 37 og Hlíðargötu 26B á 157. fundi sínum. Ofanflóðanefnd samþykkir matið fyrir sitt leyti og heimilar að Fjarðabyggð að fara í viðræður um uppkaup við fyrsta hentugleika. Mannvirkjarnefnd felur mannvirkjastjóra að leita samninga við húseigendur á grunndvelli matsgerða.</DIV&gt;
4.
Snjómokstur í Fjarðabyggð
<DIV&gt;Lagðar fram verklagsreglur fyrir snjómokstur í Fjarðabyggð, dagsettar nóvember 2009. Mannvirkjanefnd samþykkir verklagsreglunnar. Reglunar verða settar á heimasíðuna þannig að þær verða aðgengilegar fyrir íbúa.</DIV&gt;
5.
Tenging að gömlu sorphaugunum Eskifirði
<DIV&gt;Fyrirspurn Gunnari Karlsyni um tengingu gömlu sorphaugana á Eskifirði við nýja veginn um Hólmahálsinn,&nbsp;mannvirkjanefnd fór yfir málið og vísar því til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.</DIV&gt;
6.
Uppsetning stoðvirkja Neskaupstað
<DIV&gt;Lagt fram bréf Köfunarþjónustunnar, dagsett 12. nóvember ásamt teikningu. Köfunarþjónustan óskar eftir leyfi Fjarðabyggðar til að gera vegslóða upp í 250 m.y.s. neðan við Tröllagil. Til vara óskar verktaki eftir leyfi til að nota gamla malarnámu ofanvið þar sem steypustöðin var. Einnig fer verktaki fram á að fá aðstöðu bak við núverandi varnargarða í Drangagili til samsetingar á snjóflóðagrindum, en verktaki gerir ráð fyrir að þessi vinna færi fram í ágúst til október ár hvert. Með þessari staðsetningu gerir verktaki ráð fyrir þurfa ekki að fljúga yfir byggðina á Norðfirði með grindurnar. Mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar áður en afstaða verður tekin til málsins. Máli frestað til næsta fundar.</DIV&gt;
7.
Veghald þjóðvega í þéttbýli í Fjarðabyggð 2009
<DIV&gt;Lagt fram bréf dagsett 13. október og samningar um veghald þjóðvega í þéttbýli frá Vegagerðinni fyrir árið 2009. Í bréfinu er óskað eftir því að samningar fyrir árið 2008 verði endurnýjaðir óbreyttir þar sem endurskoðun samninga um veghald þjóðvega í þéttbýli er ekki lokið. Mannvirkjanefnd samþykkir að samningarnir séu endurnýjaðir.</DIV&gt;