Fara í efni

Mannvirkjanefnd

29. fundur
1. febrúar 2010 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Aðgengismál við sundlaug Norðfjarðar
Málsnúmer 0906071
<DIV><DIV>Lögð fram tillaga að lausn á aðgengismálum við sundlaugina á Norðfirði. Mannvirkjanefnd fór yfir tillögun og samþykkir að fara í þessa lausn. Nefndin vísar tillögu til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.</DIV></DIV>
2.
Afnot af sal eldri borgara Melgerði 13
Málsnúmer 1001006
<DIV><DIV>Lagt fram bréf frá Bútasaumsklúbbinum Sprettur, dagsett 3. janúar 2010. Málinu áður tekið fyrir á 180. fundi bæjarráðs, þar sem því var vísað til félagsþjónustunnar og afgreiðslu í mannvirkjanefnd. Einnig lagður fram þjónustusamningur vegna Melgerðis 13 við eldri borgarafélag Reyðarfjarðar og leigusamningur við Eik fasteignafélag um leigu á Melgerði 13. Mannvirkjanefnd hafnar erindi bútasaumsklúbbi Spretts um gjaldfrjálsa notkun á sal í Melgerði 13, þjónustusamningur er í gildi við félag eldriborgara um útleigu á salnum. Mannvirkjanefnd vill að þjónustusamningur við eldriborgara verði endurnýjaður í óbreyttri mynd.</DIV></DIV>
3.
Félagslundur
Málsnúmer 0909075
<DIV><DIV><DIV><DIV>Fyrirspurn frá Launafli ehf. um að fá salinn í Félagslundi leigðan gegn því gjaldi að fyrirtækið sjái um að fjarlægja stóla og hallandi gólf úr sali húsins. Mannvirkjanefnd samþykkir að lána húsnæðið gegn því að Launafl ehf. fjarlægi stóla og gólf. Reyna skal að finna not fyrir bíóstólana í fasteignum fjarðabyggðar, t.d. í félagsmiðstöðvum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
4.
Girðing utan um Kolfreyjustaðarkirkjugarð
Málsnúmer 0911094
<DIV><DIV>Umsókn Kolfreyjusóknar um efni í girðingu í kringum kirkjugarð út á Kolfreyjustað, áður tekið á 26. fundi mannvirkjanefndar. Þar var óskað eftir minnisblaði mannvirkjasviðs. Mannvirkjasvið hefur farið yfirmálið og skoðað aðstæður betur. Í ljósi þeirrar skoðunar leggur mannvirkjasvið til að farið verði í viðhald á núverandi girðingu en ekki ráðist í endurnýjun á þessum tímapunkti, þar sem það er mun dýrari framkvæmd. Mannvirkjanefnd er samþykkir þá leið.</DIV></DIV>
5.
Styrkumsókn vegna kaupa á útilistaverki
Málsnúmer 1001095
<DIV>Lagt fram bréf frá stjórn Málverkasafns Tryggva Ólafssonar, dagsett 21. janúar, en þar er óskað eftir styrk til kaupa á útilistaverki. Verkið sem umræðir hefur prýtt suðurhlið Egilsbúðar, safnið á málverkið sem verkið er unnið eftir. Mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem menningar, íþrótta og tómstundanefnd er búin að styrkja kaupin á listaverkinu. </DIV>
6.
Gjaldskrárstefna fyrir veitur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 0912094
<DIV><DIV><DIV><DIV>Á 178. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókun:"Bæjarráð felur mannvirkjasviði að undirbúa gjaldskrárstefnu fyrir orkuveitur í Fjarðabyggð í samráði við fjármálasvið. Markmiðið er:1. að sameinuð veitustofnun Fjarðabyggðar á mannvirkjasviði, Fjarðaveitur, fari með stjórn veitna í eigu bæjarins og samskipti við aðra framleiðendur og flutningsaðila orku.2. að leita leiða til að verð til orkunotenda í Fjarðabyggð verði sambærilegt án tillits til þess af hverjum orka er keypt3. að stuðla að nýtingu jarðhita til orkuframleiðslu í þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar þar sem það er hagkvæmt. Greinargerð:Í Fjarðabyggð búa íbúar við mismunandi verðlagningu á orku eftir búsetu. Rafveita Reyðarfjarðar hóf framleiðslu og orkusölu árið 1930, á Eskifirði var hitaveita tekin í notkun árið 2005 og á Norðfirði og Reyðarfirði rekur bærinn fjarvarmaveitu sem aðallega þjónar stofnunum Fjarðabyggðar. Þó eru Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og Verkmenntaskóli Austurlands einnig tengdir fjarvarmaveitu Fjarðabyggðar. Annars staðar í Fjarðabyggð er raforka keypt af Rarik. Mannvirki Rafveitu Reyðarfjarðar eru að mestu afskrifuð og skilar veitan hagkvæmu orkuverði til notenda. Það tekur mið af innkaupaverði rafveitunnar á orku frá Landsvirkjun og þeim tekjuramma sem Orkustofnun gefur út. Gert er ráð fyrir að Rafveita Reyðarfjarðar skili 15 mkr. arði í bæjarsjóð samkvæmt fjárhagsáætlun 2010. Hitaveita Fjarðabyggðar ber þungan fjármagnskostnað vegna fjárfestinga á Eskifirði og skuldar bæjarsjóði nú um 140 mkr. auk þess sem aðrar skuldir veitunnar eru um 525 mkr. Áætlanir gera ráð fyrir að Hitaveita Fjarðabyggðar standi undir fjármagnskostnaði frá árinu 2015 miðað við núverandi gjaldskrá og að hún fylgi vísitölu. Eftir það mun Hitaveita Fjarðabyggðar geta skilað arði." Mannvirkjanefnd ræddi málið en frestar því til næsta fundar. </DIV></DIV></DIV></DIV>
7.
Umferðaröryggisáætlun 2010
Málsnúmer 1001032
<DIV>Lagt fram bréf frá Umferðastofu dagsett 6. jánúar 2010 en í bréfinu kemur fram ósk Umferðastofu um að fá að kynna aðferðafræði sem notuð er til að gera umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélög. Einnig er lagt fram svarbréf mannvirkjastjóra, dagsett 13. janúar 2010, þar sem framtaki Umferðastofu er fagnað og óskað er eftir því að fulltrúi hennar komi og kynni aðferðafræðina. Mannvirkjanefnd fagnar erindinu og óskar eftir að fá kynningu Umferðastofu á gerð umferðaöryggisáætlunar.</DIV>
8.
Ábending vegna alvarlegs umferðarslyss
Málsnúmer 0912099
<DIV>Lagt fram bréf sem sent var til Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 2. desember 2009 frá Rannsóknarnefnd umferðaslysa. Bréfið er sent vegna alvarlegs umferðaslyss sem varð á Siglufirði í haust. Bréfið er sent með það að leiðarljósi að vekja athygli annarra sveitarfélaga á hættum sambærilegum þeim sem voru á Siglufirði. Mannvirkjanefnd þakkar ábendinguna.</DIV>
9.
Skipun í dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1001068
<DIV><DIV><DIV>Framlagt bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins, dagsett 15.janúar síðast liðin en í því er upplýst um þá einstaklinga er skipa dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimilis í Fjarðabyggð. En bæjarráð hafði áður tilnefnt mannvirkjastjóra í nefndina fyrir hönd sveitarfélagsins. Einnig lögð fram drög að reglum ráðuneytisins um leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni.</DIV></DIV></DIV>
10.
Tilkynning um eigendaskipti á jörðinni Tandraberg
Málsnúmer 1001114
<DIV><DIV><DIV>Lagt fram bréf til kynningar frá Jóni Höskuldssyni hæstaréttarlögmanni, dagsett 28. janúar 2010, fyrir hönd Maríu Siggeirsdóttir um sölu hennar á 75 % hlut jarðarinnar Tandrastaðir í Fannardal. </DIV></DIV></DIV>
11.
Snjóbyssur
Málsnúmer 1002001
<DIV><DIV><DIV><DIV>Lögð fram tillaga fyrir mannvirkjanefnd, dagsett 1. febrúar 2010. "Mannvirkjanefnd samþykkir að selja Skíðafélagi Ólafsfjarðar snjóframleiðslukerfi sem keypt var árið 2006 fyrir skíðasvæðið í Oddsskarði. Umsamið söluverð er 3 milljónir króna. Mannvirkjanefnd samþykkir enn fremur að söluvirði verði varið í áframhaldandi uppbyggingu á skíðasvæðinu, stækkun á bílstæði til að auka umferðaöryggi,  uppsetningu á snjósöfnunargirðingum í byrjandalyftu og í æfingabrekkum við 1 lyftu og uppsetningu á lýsingu í topplyftu eftir því sem fjármagn endist til." Mannvirkjanefnd samþykkir tillöguna og í framhaldinu óskar eftir tillögu að skipulagi í kringum skíðaskála og bílastæði.</DIV></DIV></DIV></DIV>
12.
Fráveituskýrsla
Málsnúmer 1001106
<DIV><DIV>Lagt fram til kynningar fráveituskýrsla dagsett janúar 2010 unnin af Almennu verkfræðistofunni. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.</DIV></DIV>