Fara í efni

Mannvirkjanefnd

31. fundur
22. mars 2010 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Neseyri - deiliskipulag
Málsnúmer 0904014
<DIV><DIV>Lagt fram fyrir nefndina minnisblað dagsett, 9. mars 2010 unnið af Mannviti hf. fyrir mannvirkjasvið Fjarðabyggðar. Í minnisblaði er farið yfir kostnað við tvo kosti varaðandi deiliskipulagið á Neseyrinni. Kostur 1 er að staðsetning Nesgötu og leikskóla verði samkvæmt auglýstu deiliskipulagi, kostur 2 er að Nesgata færist niður fyrir fyrirhugaðan leikskóla og færi í raun neðan við slysavarnarhús og verkstæði G. Skúlasonar. Kostnaðarmunur þessra tveggja möguleika er að kostur 2 er rúmlega 61 milljón dýrari. Eins og áður sagði þá er búið að auglýsa deiliskipulagið og komu nokkrar athugasemdir við það sem allar snérust um það sama, þ.e. að færa Nesgötu niður fyrir leikskólann. Mannvirkjanefnd sér frekar fyrir sér að kostur 2 verði fyrir valinu og vísar því áliti til umhverfis- og skipulagsnefndar.</DIV></DIV>
2.
Fyrirspurn vegna færslu Nesgötu í Neskaupstað
Málsnúmer 1003060
<DIV><DIV>Lagt fram bréf, dagsett 9. mars síðastliðin frá Maríasi Ben. Kristjánssyni skólastjóra Nesskóla, þar sem hann hvetur menn að nota tímann vel núna, þar sem fyrir liggur að bygging nýs leikskóla tefst, til að fara yfir skipulagsmálin á Neseyri, með það að ljósi hvort að ekki sé skynsamlegt að færa Nesgötuna niður fyrir fyrirhugaðan leikskóla. Mannvirkjanefnd er sammála skólastjóra Nesskóla og vísar í bókun liðar 1.</DIV></DIV>
3.
Stúkuframkvæmd við Eskifjarðavöll - Leyfiskerfi
Málsnúmer 1003091
<DIV><DIV>Lagður fram tölvupóstur frá Þórir Hákonarsyni framkvæmdarstjóra KSÍ vegna vallarmála Eskifirði. Nú liggur fyrir að stúkuframkvæmdir við Eskifjarðarvöll verði ekki lokið 2012 samkvæmt samþykktri áætlun. Mannvirkjanefnd fór yfir málið og leggur til að KFF sæki um styrk í mannvirkjasjóð KSÍ til stúkuframkvæmda og uppsetningu á aðstöðuhúsi. Komi jákvæð viðbrögð frá KSÍ mun mannvirkjanefnd taka 3. ára áætlun til endurskoðunar.</DIV></DIV>
4.
Beiðni um rotþró
Málsnúmer 1003075
<DIV>Beiðni frá Golfklúbbi Norðfjarðar um að fá rotþró að láni sem sett var niður við tjaldsvæðið utan við Hof á sínum tíma. Umrædd rotþró var hluti af greiðslu Fjarðabyggðar til landeiganda Hofs á sínum tíma fyrir afnot af landinu undir tjaldsvæði. Mannvikjanefnd hafnar erindinu.</DIV>
5.
Styrkvegasjóður, umsókn vegna Fannardalsvegar
Málsnúmer 1003012
<DIV>Lagt fram til kynningar umsókn Fjarðabyggðar, dagsett 2. mars 2010 í styrkvegasjóð Vegagerðinnar. Sótt er um styrk til að lagfæra Fannardalsveg í Norðfirði. En Fannardalsvegur er mikilvægur fyrir svæðið og mun m.a. nýtast vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Norðfjarðagöng, einnig er vegurinn ákjósanleg ferðamannaleið og nýtist vegna veiði í Norðfjarðará. Ennfremur er vegurinn mikilvægur vegna þjónustu við vatnsból Fjarðabyggðar í Fannardal, leið fyrir eigendur landa og skógræktarsvæða í dalnum auk þess að vera skemmtileg göngu og útreiðarleið. Mannvirkjanefnd er samþykkt umsókninni.</DIV>
6.
Endurskoðun vegaáætlunar
Málsnúmer 1002053
<DIV>Lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra dagsett, 14. febrúar 2010, bréf til samgönguráðherra, dagsett 23. febrúar 2010 og svo svarbréf samgönguráðuneytisins, dagsett 2. mars 2010. Mannvirkjanefnd er sammála forgangsröðun.</DIV>
7.
Hitaveita Fjarðabyggðar, lögn að Mjóeyri
Málsnúmer 1003101
<DIV><DIV>Lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra, dagsett 22. mars 2010, vegna tengingar hitaveitu út á Mjóeyri við Eskifirði. Mannvirkjanefnd samþykkir að tengja Mjóeyri við dreifikerfi Hitaveitu Fjarðabyggðar.</DIV></DIV>
8.
Þingmál til umsagna-Frv.til laga um mannvirki,426.mál
Málsnúmer 1003050
<DIV>Umhverfisnefnd Alþingis sendi eftirfarandi þingmál til umsagnar hjá mannvirkjanefnd og umhverfis- og skipulagsnefnd. Frumvarp til skipulagslaga, mál 425, fraumvarp til laga um mannvirki, mál 426 og framvarp til laga um brunavarnir ( Byggingarstofnun ), mál 427. Umsagnir skulu hafa borist fyrir 26. mars næstkomandi. Eftirfarandi þingmál er til skoðunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og mun nefndin skoða þá umsögn.</DIV>
9.
Öryggi ungs starfsfólks á vinnustað
Málsnúmer 1003016
<DIV><DIV>Lagt fram bréf frá Heilsuvernd um öryggi ungs fólks á vinnustað, boðið er upp á mismunandi námskeið, t.d. eins og fyrir vinnuskóla. Mannvirkjanefnd þakkar fyrir kynninguna enda þarft framtak.</DIV></DIV>