Skipulags- og framkvæmdanefnd
24. fundur
8. janúar 2025 kl. 16:15 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Umsókn um lóðið að Hjallaleiru 2 og 4
Sótt er um lóðir að Hjallaleiru 2 og 4, Reyðarfirði. Óskað er eftir því að þær verði sameinaðar nýtingarhlutfall lækkað. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um nýtingarhlutfall.
2.
Umsókn um stöðuleyfi Vinnubúðir Héraðsverks v. ofanflóðavarnir Neskaupstað
Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir Héraðsverks v.ofanflóðavarnir Neskaupstað. Grenndarkynningu lokið. Ein athugasemd barst. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara athugasemd.
3.
Byggingarleyfi Miðdalur 18-20
Byggingarleyfi Miðdalur 18-20. Grendarkynningu lokið engar athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum gögnum hefur verið skilað. Jafnframt er afgreiðslu grendarkynningar vísað til bæjarstjórnar.
4.
Stækkun lóða við Hjallaleiru
Stækkun lóða við Hjallaleiru. Skipulags- og framkvæmdanefnd óskar eftir því að Geststaðir ehf skili inn hönnun og verkáætlun vegna framkvæmda á nú þegar úthlutuðum lóðum áður en tekið verði afstaða til stækkunar lóðarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
5.
Deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar Búðargata 3
Deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar Búðargata 3. Umræða varðandi viðbót við grendarkynningu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að útvíkka grenndarkynningu og setja hana í almennt auglýsingarferli í fjórar vikur. Skipulags- og byggingarfulltrúa falin vinnsla málsins.
6.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2024
Fundargerð 182. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.
Fundargerð HAUST lögð fram til kynningar
Fundargerð HAUST lögð fram til kynningar
7.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Valsmýri 6
Umsókn um stækkun lóðar að Valsmýri 6 740 Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti stækkun lóðar og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
8.
Strandgata 6 Neskaupstað ásigkomulag
Elís Pétur Elísson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
Strandgata 6 Neskaupstað ásigkomulag. Ástand Strandgötu 6 í Neskaupstað er orðið mjög varhugavert m.t.t óveðra og fokhættu. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur verið í samskiptum við eigendur vegna þess en nefndin var áður búinn að samþykkja að leggja á dagsektir ef ekki yrði brugðist við fyrri samþykktum hennar. Nefndin telur nú að ástandið sé óviðunandi og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að setja sig í samband við eigendur hússins og tilkynna þeim að dagsektir verðir lagðar frá 22.janúar verði ekki þegar brugðist við.
Strandgata 6 Neskaupstað ásigkomulag. Ástand Strandgötu 6 í Neskaupstað er orðið mjög varhugavert m.t.t óveðra og fokhættu. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur verið í samskiptum við eigendur vegna þess en nefndin var áður búinn að samþykkja að leggja á dagsektir ef ekki yrði brugðist við fyrri samþykktum hennar. Nefndin telur nú að ástandið sé óviðunandi og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að setja sig í samband við eigendur hússins og tilkynna þeim að dagsektir verðir lagðar frá 22.janúar verði ekki þegar brugðist við.