Skipulags- og framkvæmdanefnd
25. fundur
29. janúar 2025 kl. 16:15 - 18:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá
Kynning á stöðu hönnunar við ofanflóðavarnir í Grjótá. Áætlað er að hefðbundinn kynningarfundur fyrir íbúa fari fram í febrúar og jafnframt kynning fyrir bæjarstjórn.
2.
Umsókn um breytingu á byggingarreit við Daltún 7
Umsókn um breytingu á byggingarreit við Daltún 7. Skipulags- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fá nánari útfærslur hjá umsækjanda og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar, Norðfirði
Gunnar Jónsson bæjarritari sat þennan lið.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar, Norðfirði. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar. Nefndin er samþykk tillögunni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa nánari útfærslu og leggja fyrir nefndina að nýju á næsta fundi.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar, Norðfirði. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar. Nefndin er samþykk tillögunni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa nánari útfærslu og leggja fyrir nefndina að nýju á næsta fundi.
4.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Móbakki Neskaupstað. Kostnaðar mismunur við gerð vinnuvegar eða varanlegrar götu samkvæmt deiliskipulagi. Skipulags- og framkvæmdanefnd er sammála tillögu sviðsstjóra og felur honum að vinna málið áfram.
5.
Bólsvör 5
Erindi frá Sköpunarmiðstöðinni vegna lóðarinnar Bólsvarar 8. Skipulags- og framkvæmdarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fá nánari útfærslur og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
Byggingarleyfi Stekkjargrund 11 Viðbygging
Sótt um byggingarleyfi fyrir 10m2 viðbyggingu að Stekkjargrund 11, Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út bygginarheimild þegar öll göng liggja fyrir.
7.
Umsókn um lóðir að Hjallaleiru 2 og 4
Mál tekið fyrir að nýju er varðar umsókn um Hjallaleiru 2 og 4 á Reyðarfirði. Nefndir felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga áður en málið verður tekið fyrir að nýju.
8.
Mannvirki sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ 2025
Erindi frá NTÍ sem skylt er að vátryggja. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að vinna svar til NTÍ og senda fyrir 1.mars.