Skipulags- og framkvæmdanefnd
27. fundur
27. febrúar 2025 kl. 16:00 - 16:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Ívar Dan Arnarson varamaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Byggingarleyfi Kirkjubólseyri 12
Umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthús að Kirkjubólseyri 12, Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdarnefnd samþykkir byggingaráformin og felur stjórnandi byggingar- skipulags og umhverfisdeildar að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Vakin var athygli á afstöðu hússins sem snýr ekki eins og næsta hesthúsið fyrir innan. Umsækjandi gerði grein fyrir afstöðu byggingarinnar á lóðinni og færði rök fyrir henni.
2.
Umsókn um lóð Litlagerði 6
Umsókn um lóð fyrir einbýlishús að Litlagerði 6 Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir úthlutun lóðar og vísar lóðaúthlutuninni til staðfestingar í bæjarráði.
3.
Umsókn um stöðuleyfi
Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar umsókn um stöðuleyfi þar sem enn er óklárað mál er varðar fasteign á sömu lóð.
4.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2025
Fundargerð 183.fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna