Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

29. fundur
26. mars 2025 kl. 16:15 - 18:20
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar, Norðfirði
Málsnúmer 2411098
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar, Norðfirði vegna Kirkjubólseyrar 2. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfideildar að ræða við lóðarhafa.
2.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Hafnargata 1 Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2503211
Óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Hafnargata 1 Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti óverulega breytingu á deiliskipulagi og vísar erindinu í bæjarstjórn. Skipulags- og framkvæmdanefnd telur ekki þörf á að grenndarkynna breytingarnar í ljósi þess að þær hafi engin grenndaráhrif.
3.
Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar vegna stúku við knattspyrnuvöll.
Málsnúmer 2503208
Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar vegna stúku við knattspyrnuvöll. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir að Mýrargötu 2 og leggja niðurstöðu grenndarkynningar fyrir fund að nýju.
4.
Byggingarleyfi Borg, Mjóafirði
Málsnúmer 2503129
Umsókn um byggingarheimild vegna viðbyggingar sólskála vestan megin á íbúðarhúsið. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynnna fyrirhugaðar framkvæmdir og leggja niðurstöðu grenndarkynningar fyrir fund að nýju.
5.
735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi
Málsnúmer 1701186
Lagt fram minnisblað stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar vegna dúkskemmu að Strandgötu 12, Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að ræða við forsvarsmenn Egersund eftir umræður á fundinum.
6.
Framkvæmdaleyfi útiæfingatæki Stöðvarfirði
Málsnúmer 2503145
Lögð er fram umsókn Ungmennafélagsins Súlan, Stöðvarfirði um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningu á útiæfingatækjum vestan við kirkjugarð og neðan göngustígs. Samhliða við umsókn er minnisblað stjórnenda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar lagt fram. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað og að jákvæð umsögn Heilbrigðisstofnunar Austurlands (Haust)
liggi fyrir.
7.
Fjarskiptamastur Fárskrúðsfirði
Málsnúmer 2503147
Minnisblað stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar lagt fram vegna umsóknar um lóð fyrir fjarskiptamastur á Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaða framkvæmd og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum að Nesvegi 2 og Goðatúni 4-5-5a-6-6a-7-7a og 9.
8.
Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
Málsnúmer 2302213
Lögð fram drög af samning við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir drög að samningi við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
9.
Lögbýlisumsókn Blávík
Málsnúmer 2503070
Lögbýlisumsókn Blávík. Skipulags- og framkvæmdarnefnd bendir á að samkvæmt Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2020-2040 tilheyrir landsvæði Blávíkur flokknum landbúnaðarsvæði. Skilmálar skógræktar á landbúnaðarsvæði eru eftirfarandi "Skógrækt á landbúnaðarsvæðum getur falist í skjólbeltum og annarri hagnýtingu trjágróðurs til landbóta og fegrunar, auk landgræðslu, án þess að um sérstaklega tilgreind svæði sé að ræða. Ný skógræktarsvæði, allt að 50 ha, eru heimil innan landbúnaðarsvæða án breytingar á aðalskipulagi. Skógrækt er þó ekki heimil á góðu ræktarlandi, nema um skjólbelti sé að ræða, né heldur á svæðum sem njóta verndar vegna jarðminja, vistkerfa eða menningarminja". Þar af leiðandi getur nefndin ekki gefið jákvæða umsögn um skógrækt á svæðinu og felur Stjórnanda bygginga-, skipulags- og umhverfisdeildar að rita umsögn. Skipulags- og framkvæmdanefnd vísar umsókn um lögbýli til atvinnuvegaráðuneytis sem fer með slík mál.
10.
Framkvæmdaleyfi náttúrustígur Kollaleiruháls
Málsnúmer 2503198
Umsókn Skógræktarfélags Reyðarfjarðar um framkvæmdaleyfi vegna náttúrustígs við Kollaleiruháls. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
11.
Strandblaksvöllur Reyðarfirði
Málsnúmer 2503193
Tillaga skipulagsfulltrúa að svæði við andapollinn á Reyðarfirði fyrir strandblaksvöll. Skipulags- og framkvæmdanefnd fagnar framtakinu og samþykkir fyrirhugaða staðsetningu.
12.
Átak í leit og nýtingu jarðhita
Málsnúmer 2503126
Til kynningar. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að koma með tillögur fyrir næsta fund að mögulegum umsóknum.
13.
Bréf frá Félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink.
Málsnúmer 2503206
Bréf frá Félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar erindinu.
14.
Úrgangsmál - textíll
Málsnúmer 2503100
Úrgangsmál - textíll. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra og stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að fjárfesta í grenndargámum og setja upp við móttökustöðvar í Fjarðabyggð.
15.
Skipulag úrgangsmála í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2404177
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra umhverfismála í Múlaþingi fyrir Fjarðabyggð að beiðni sviðsstjóra ásamt stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna og felur sviðstjóra og stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að útbúa tillögu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fund að nýju.