Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

31. fundur
16. apríl 2025 kl. 16:00 - 17:45
í fjarfundi
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Umsókn um lóð Hjallaleira 5 og 7
Málsnúmer 2504117
Umsókn um lóð Hjallaleira 5 og 7 Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðar með fyrirvara um óverulega breytingu á deiliskipulagi og vísar erindinu í bæjarráð.
2.
Byggingarleyfi Borg, Mjóafirði
Málsnúmer 2503129
Niðurstaða grenndarkynningar. Umsókn um byggingarheimild vegna viðbyggingar sólskála vestan megin á íbúðarhúsið Borg Mjóafirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað og vísar niðurstöðu grenndarkynningar til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
3.
Deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar Búðargata 3
Málsnúmer 2411122
Lagt fram til umræðu minnisblað stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar: Umsagnir og minnisblað við lok auglýsingar. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gera drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fund að nýju.
4.
Framkvæmdaleyfi vegna stoðvirkja Norðfirði
Málsnúmer 2504021
Framkvæmdaleyfi vegna stoðvirkja Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
5.
Framkvæmdaleyfi stúka við fótboltavöll Norðfirði
Málsnúmer 2504083
Framkvæmdaleyfi stúka við fótboltavöll Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir með fyrirvara um deiliskipulagsbreytingu á miðbæ Neskaupstaðar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
6.
Umsókn um að hafa klæddan gám á íbúðarhúsalóð
Málsnúmer 2411016
Gámur við Gilsbakka 7 er ranglega staðsettur samkvæmd afgreiðslu skipulags- og framkvæmdanefndar en málið var tekið fyrir á 22. fundi þann 20.11.2024 og 28. fundi þann 18.3.2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd hafnaði umsókn um að klæða gáminn og nota sem smáhýsi á þeim forsendum að gámar eru ekki leyfðir í íbúðarbyggð, klæddir eða ekki. Einnig liggur fyrir að einingin rúmast ekki innan svæðisins án þess að brjóta í bága við byggingarreglugerð. Nefndin vísaði umsækjanda á skipulagt gámasvæði í Neskaupstað.

Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar hefur verið í samskiptum við eigendur vegna þess. Nefndin felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að setja sig í samband við eigenda gámsins og tilkynna honum að dagsektir, 20.000 kr á dag verði lagðar frá 16. maí.2025 verði ekki búið að fjarlægja eininguna. Nefndin vísar í lögfræðiálit í minnisblaði smáhýsi gámur - apríl 2025.
7.
Styrktarsjóður EBÍ 2025
Málsnúmer 2504042
Styrktarsjóður EBÍ 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að koma með tillögur að verkefni.
8.
Jarðhiti jafnar leikinn - Styrkir til nýtingar og leitar á jarðhita
Málsnúmer 2503223
Loftslags- og orkusjóður auglýsir 1 milljarð í styrki til nýtingar og leitar á jarðhita.

https://uos.is/frettir/jardhiti-jafnar-leikinn?fbclid=IwY2xjawJPhyhleHRuA2FlbQIxMAABHSRdHxwhT3frWi5IQWuGal_LtEMXe4fH3qhRAXhgP5BUvj4uLORAPc5iiw_aem__yM1by721H3iW5VReRHs2Q

Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að vinna áfram að tillögum að umsókn í sjóðinn og leggja fyrir næsta fund.
9.
Sólvellir 10b - sala
Málsnúmer 2503207
Sólvellir 10b - sala. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu fasteigna- og framkvæmdafulltrúa um sölu á íbúð að Sólvöllum 10b.
10.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2025
Málsnúmer 2502155
Fundargerð 184. fundar heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þökkum kynninguna.
11.
Umsókn um lóð fyrir flugskýli á Norðfirði
Málsnúmer 2412155
Umsókn um lóð fyrir flugskýli á Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdnefnd samþykkir lóðarúthlutun fyrir sitt leyti og óskar eftir uppdrætti vegna breytingar á deiliskipulagi Naust 1.
12.
Framkvæmdaleyfi fyrir hreinsivirki Breiðdalsvík
Málsnúmer 2504128
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hreinsistöð á Breiðdalsvík. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
13.
Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar neskaupstaðar vegna stúku við knattspyrnuvöll
Málsnúmer 2503208
Niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi miðbæjar neskaupstaðar vegna stúku við knattspyrnuvöll. Eigendur að Mýrargötu 2 gera ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi og vísar erindunu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
14.
Sómastaðir 4 spennistöð
Málsnúmer 2504133
Umsókn um lóð að Sómastöðum 4-spennistöð, Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykktir lóðarúthlutun fyrir sitt leyti og vísar erindinu í bæjarráð.