Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

32. fundur
30. apríl 2025 kl. 16:15 - 17:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Óv.dsk breyting á miðbæjarskipulagi Neskaupstaðar Egilsbraut 22 og Egilsbraut 26
Málsnúmer 2501005
Grenndarkynningu lokið við vegna óverulegrar breytingar á miðbæjarskipulagi Neskaupstaðar við Egilsbraut 22 og 26. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi og vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
2.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Dalbraut 1
Málsnúmer 2504155
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Dalbraut 1, Eskifirði. Um er að ræða breytingu á skipulagsmörkum í tengslum við óverulega breytingu á deiliskipulagi Leirubakka og Bleiksá. Skipulags- og framkvæmd samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti. Ekki er talið að hún hafi grenndaráhrif svo henni er vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
3.
Óverulega breytingu á deiliskipulagi deiliskipulag Eskifjarðar miðbær vegna stækkunar lóðar að Strandgötu 46c
Málsnúmer 2409052
Óverulega breytingu á deiliskipulagi Eskifjarðar miðbær vegna stækkunar lóðar að Strandgötu 46c. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir uppdrætti að óverulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Eskifjarðar.
4.
Framkvæmdaleyfi fornminjar á Stöðvarfirði
Málsnúmer 2504111
Framkvæmdaleyfi fornminjar á Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
5.
Umsókn um lóð Sólbakki 1 bílskúr
Málsnúmer 2504140
Umsókn um lóð að Sólbakka 1, Norðfirði fyrir bílskúra. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðarinnar og kallar eftir uppdrætti af óverulegri breytingu á deiliskipulagi Bakkar 3.
6.
Fyrirspurn um leyfi frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð um að mæla losun gróðurhúsalofttegunda auk fleiri tengdra þátta á Hólmum, jörð eigu sveitarfélagsins í Reyðarfirði
Málsnúmer 2504178
Fyrirspurn um leyfi frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð um að mæla losun gróðurhúsalofttegunda auk fleiri tengdra þátta á Hólmum, jörð eigu sveitarfélagsins í Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að mælingar fari fram næstu 3 árin og felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að upplýsa Land og skóg.
7.
Græn svæði í þéttbýli
Málsnúmer 2504191
Græn svæði í þéttbýli. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar erindið.
8.
Umsagnarbeiðni v Kerfisáætlun 2025-2034 máls nr. 05092025
Málsnúmer 2504120
Í kerfisáætlun fjallar Landsnet um hvernig skuli þróa og endurnýja flutningskerfi raforku. Kerfisáætlun er ætlað að tryggja að vel sé staðið að þróun flutningskerfisins, ákvarðanatakan byggi á bestu tiltæku þekkingu og sé opin og aðgengileg hagaðilum. Við gerð kerfisáætlunar er lagt mat á þróun flutnings og notkunar raforku, þróun markaða og annarra þátta sem geta haft áhrif á raforkukerfið. Gegnum kerfisáætlun geta orkufyrirtæki, notendur, sveitarfélög og aðrir hagaðilar fengið upplýsingar um hvaða framkvæmdir eru á döfinni, hvers vegna þær hafi verið settar í forgang og hvernig þær muni hafa áhrif á afhendingargetu og gæði raforkukerfisins.

Kerfisáætlun er endurnýjuð annað hvort ár. Hún er kynnt og að lokum rýnd og samþykkt af Raforkueftirlitinu. Kerfisáætlunin fer í gegnum tvöfalt umsagnarferli: fyrst opið umsagnarferli þar sem öllum áhugasömum gefst kostur á að senda inn athugasemdir og síðan lokað umsagnarferli þar sem viðskiptavinir, núverandi og verðandi, geta sent inn athugasemdir.

Opna umsagnarferlið er frá 9. apríl til 31. maí. Aðalmarkhópur þessa samráðs eru Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og þau sveitarfélög sem kunna að þurfa að gera breytingar á skipulagsáætlunum sínum vegna kerfisáætlunar. Þetta samráð er samkvæmt 2. gr reglugerðar um kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfi raforku nr. 870/2016 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Á kynningartímabilinu verða haldnir opnir kynningarfundir víða um land. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Landsnets: https://landsnet.is/kerfisaaetlun/.

Skipulags- og framkvæmdanefnd vísar erindinu í bæjarráð og ítrekar mikilvægi orkuöryggis á austurlandi.
9.
Jarðhiti jafnar leikinn - Styrkir til nýtingar og leitar á jarðhita
Málsnúmer 2503223
Jarðhitaleit í Fjarðabyggð. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að vinna langtímaáætlun er varðar jarðhitaleit í Fjarðabyggð.
10.
Ósk um stækkun á lóð Hjallaleira 21
Málsnúmer 2504216
Ósk um stækkun lóðar við Hjallaleiru 21, Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar málinu þar til ákvörðun liggur fyrir varðandi stækkun á öðrum lóðum á Hjallaleiru.