Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

42. fundur
1. október 2025 kl. 15:00 - 17:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Breyting á aðalskipulagi Sævarendi 2
Málsnúmer 2507014
Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 og breytingu á Deiliskipulagi Hafnarsvæðis á Stöðvarfirði vegna lóðar fyrir þjónustu við fiskeldi. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að kynna lýsinguna og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
2.
Byggingarleyfi Búðareyri 25 - breytt notkun
Málsnúmer 2410182
Lögð fram tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 sem heimilar íbúðir og þjónustu á hluta af reit AT-301 á Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar og vísar erindu í bæjarstjórn.
3.
Byggingarleyfi breytingar Búðareyri 3, 730 Reyðarfirði
Málsnúmer 2509197
Byggingarheimild breytingar Búðareyri 3, 730 Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4.
Byggingarleyfi Strandgata 46c
Málsnúmer 2509193
Byggingarheimild Strandgata 46c, 735 Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
5.
Framkvæmdaleyfi-Reyðarfjörður Hæðargerði og Efstagerði styrking
Málsnúmer 2509085
Umsókn um framkvæmdaleyfi til að leggja nýjan lágspenntan stofnstreng. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
6.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2026
Málsnúmer 2509095
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2026. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að uppfæra gjaldskrá og leggja fyrir fund að nýju.
7.
Vega- og brúarframkvæmdir í botni Reyðarfjarðar
Málsnúmer 2509171
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn í máli hringvegur um Reyðarfjarðarbotn. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að gera drög að umsögn og leggja fyrir fund að nýju.
8.
Úrgangsráð Austurlands
Málsnúmer 2509078
Úrgangsráð Austurlands. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu að fulltrúa og felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að taka sæti í ráðinu.
9.
Byggingar á þekktum flóðasvæðum
Málsnúmer 2509116
Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16.gr. laga nr. 55/1992 laft fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
10.
Rútustæði við Múlann
Málsnúmer 2509142
Rútustæði við Múlann. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að útfæra nýja staðsetningu.
11.
Legsteinn í Hólmakirkjugarði
Málsnúmer 2509131
Ósk um að færa legstein í Hólmakirkjugarði. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar málinu.
12.
Umhverfisviðurkenning 2025
Málsnúmer 2509024
Umhverfisviðurkenning 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu dómnefndar og felur stjórnenda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að veita viðurkenninguna. Nefndin þakkar tilnefningarnar.
13.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Málsnúmer 2504199
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna og vísar til áframhaldandi vinnu á næsta fundi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.
14.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2025
Málsnúmer 2502155
Fundargerð 186. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þökkum kynninguna.