Skipulags- og framkvæmdanefnd
43. fundur
9. október 2025 kl. 12:00 - 13:00
í fjarfundi
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar 2026
Framlögð drög fjárhagsáætlunar 2026 ásamt starfsáætlun. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna og felur sviðsstjóra að vinna áfram að starfs- og fjárhagsáætlun.
2.
Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóli starfsemi leikskóla
Fjölskyldunefnd vísar áformum um aðstöðu fyrir starfsemi leikskóla á Breiðdalsvík til skipulags- og framkvæmdanefndar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir áformin og ýtrekar mikilvægi þess að málið verði unnið hratt og örugglega.
3.
Jarðhiti jafnar leikinn - Styrkir til nýtingar og leitar á jarðhita
Framlögð tilkynning frá Umhverfis- og orkustofnun um staðfestingu á styrkveitingu til jarðhitarannsókna en Fjarðabyggð fékk styrk að fjárhæð 40 milljónir kr. til jarðhitaleitar í Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdarnefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
4.
Framkvæmdaleyfi- 4.000m2 plan á núverandi gróðurlosunarsvæði á Norðfirði.
Framkvæmdaleyfi- 4.000m2 plan á núverandi gróðurlosunarsvæði á Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
5.
Framkvæmdaleyfi endurnýjun Búðarvegi, 750 Fáskrúðsfirði
Framkvæmdaleyfi endurnýjun Búðarvegi, 750 Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
6.
Ályktun samþykkt á aðalfundi 2025
Vísað frá bæjarráði til kynningar í skipulags- og framkvæmdanefnd erindi frá stjórn Skógræktarfélags Íslands um ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið um framkvæmdaleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
7.
Þakviðgerðir Grunnskóla Breiðdalsvík
Vísað frá bæjarráði til kynningar hjá skipulags- og framkvæmdanefnd tillögu sviðsstjóra sviðsins um endurbætur á þaki Breiðdalsskóla en bæjarráð staðfesti tillögu hans um að þakið yrði lagaða eins og farið er yfir í minnisblaðinu. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna og tekur undir mikilvægi endurbótanna.