Skipulags- og framkvæmdanefnd
44. fundur
16. október 2025 kl. 16:00 - 18:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Göngu- og hjólastígur frá Sómastöðum að afleggjara austan við álver
Göngu- og hjólastígur frá Sómastöðum að afleggjara austan við álver. Farið var yfir uppfærð gögn og öryggisrýni Vegagerðarinnar. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
2.
Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamanna 2026
Vísað frá bæjarráði til skipulags- og framkvæmdanefndar auglýsing Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða þar sem auglýst er eftir styrkjum til uppbyggingar ferðastaða. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs og stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar er falið að vinna að umsóknum í sjóðinn vegna framkvæmda á árinu 2026.
3.
Breyting á aðal- og deiliskipulagi v. Búðareyri 12, 730 Reyðarfjörður
Lögð fram í einu skjali lýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi, lýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi og tillaga um breytingu á aðalskipulagi á vinnslustigi vegna íbúðarbyggðar við Búðareyri. Notkun reits VÞ-300 breytt í íbúðarbyggð og þrjú lítil fjölbýlishús fyrirhuguð á reitnum. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi og tillögu um breytingu á aðalskipulagi á vinnslustigi vegna íbúðarbyggðar við Búðareyri og vísar erindinu til bæjarstjórnar.
4.
Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Neskaupstaðar Hafnarbraut 21
Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Neskaupstaðar Hafnarbraut 21. Skipulags- og framkvæmdanefnd tekur vel í tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
5.
Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2025
Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd mun skoða að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar 2026
Framlögð drög fjárhagsáætlunar 2026 til afgreiðslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd fór yfir fjárhagsáætlun og samþykkir framlögð drög fyrir sitt leiti með fyrirvara um lítilsháttar breytingar eftir umræður á fundinum. Fjárhagsáætlun málaflokksins vísað til bæjarráðs.