Stjórn menningarstofu
17. fundur
5. maí 2025 kl. 14:00 - 15:40
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir embættismaður
Árni Pétur Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Þjónustusamningur við Sjóminjasafn 2024-2026
Sameiginlegur fundur stjórnar með stjórn Sjóminjasafns Austurlands. Benedikt Jóhannsson og Jens Garðar Helgason boðuðu forföll. Farið yfir starfsemi safnsins. Tekið fyrir að nýju á næsta fundi.
2.
Viðurkenning safna Fjarðabyggðar
Framhaldið umfjöllun um framþróun og viðurkenningu minjasafna Fjarðabyggðar sem stuðlar að eflingu þeirra og faglegu starfi. Tekið upp á næsta stjórnarfundi og vísað í framhaldi til fjárhagsáætlunargerðar. Lögð fram drög að kostnaðaráætlun 2026 til 2030 við framkvæmdina.
Kynning frá Guðbrandi Benediktssyni frestast til næsta fundar.
Kynning frá Guðbrandi Benediktssyni frestast til næsta fundar.
3.
Samningur um afnot- og umgengni á safninu Frakkar á Íslandsmiðum endurskoðun
Framlögð drög að uppfærðum samningi við Íslandshótel um samstarf milli Menningarstofu Fjarðabyggðar og hótelsins um rekstur á safninu Frakkar á Íslandsmiðum.
Stjórnin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarráðs.
Stjórnin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarráðs.
4.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Stjórn fól forstöðumanni ásamt verkefnastjóra safna að móta tillögur að skipulagi sýningarhalds sem falli að áformum um uppbyggingu safnsins og leggja fyrir stjórn. Farið yfir drög að tillögum að hönnun, sýningarstjórn og uppsetningu á yfirfærslu grunnsýningar safnsins á fundinum. Tekið aftur fyrir á næsta fundi.
5.
Útilistaverk á sementstanka
Framlögð tillaga um útilistaverk á sementstanka við Ægisgötu á Reyðarfirði og hugmyndir og kostnaðaráætlanir þriggja listamanna ásamt minnisblaði.
Stjórn lýst vel á hugmynd að verki á sementstanka sem felur forstöumanni að vinna að málinu ásamt verkefnastjóra. Tekið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.
Stjórn lýst vel á hugmynd að verki á sementstanka sem felur forstöumanni að vinna að málinu ásamt verkefnastjóra. Tekið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.
6.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Vísað frá bæjarráði til kynningar samþykktri tillögu að skipulagi við vinnu fjárhagsáætlunar 2026 ásamt dagsetningum í ferlinu.
Tekið fyrir á næsta fundi stjórnarinnar.
Tekið fyrir á næsta fundi stjórnarinnar.
7.
Styrktarsjóður EBÍ 2025
Framlagt bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem auglýst er eftir styrkumsóknum. Menningarstofu sækir um styrk til endurhönnunar sýningar í Stríðsárasafni.