Fara í efni

Stjórn menningarstofu

22. fundur
22. september 2025 kl. 14:00 - 15:35
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Árni Pétur Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2026
Málsnúmer 2508192
Fjallað um áherslur í gerð fjárhagsáætlun 2026 og fjárhagsáætlunargerðina. Fjallað um á næstu fundum og bæjarritara og starfsmönnum falið að vinna áfram að áætlunargerðinni.
2.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Málsnúmer 2206071
Framlögð drög að samningum um sýningarhönnun og sýningarstjórnun fyrir Íslenska stríðsárasafnið.
Bæjarritara og verkefnastjóra falið að ræða við hlutaðeigandi og leggja fyrir stjórnina að nýju.
3.
Bæjarhátíðir í Fjarðbyggð
Málsnúmer 2508067
Vísað til áframhaldandi umræðu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2026 málefnum bæjarhátíða og 17. júní.
Stjórn samþykkir að óska eftir því að forsvarsmenn bæjarhátíða í Fjarðabyggð mæti til fundar með stjórninni 6. október nk.
4.
Stuttmynd og sjónvarpsverkefni með tengingu við Austurland
Málsnúmer 2509135
Framlagt erindi Ásdísar Söndru Ágústsdóttur og Ólafs Árheim vegna gerðar stuttmyndar, „Opus Americana“, sem fjallar um hernámið á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni. Áformað er að Íslenska stríðsárasafnið hafi hlutverk í myndinni. Óskað er eftir samstarfi við safnið.
Stjórnin tekur vel í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum um það.
5.
Umsókn um styrk til fornleifarannsókna í Stöðvarfirði 2025
Málsnúmer 2509068
Vísað frá bæjarráði til stjórnar menningarstofu erindi frá Félagi áhugafólks um fornleifar um áframhaldandi styrk vegna fornleifauppgraftrar á Stöð í Stöðvarfirði.
Stjórn menningarstofu tekur vel í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2026