Fara í efni

Stjórn menningarstofu

23. fundur
6. október 2025 kl. 14:00 - 15:55
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Árni Pétur Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Málsnúmer 2206071
Kynnt fyrir stjórn menningarstofu hönnun og aðaluppdrættir 1. áfanga endurbyggingar Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði.
Stjórn samþykkir allar forsendur í hönnun og lokaútfærslur og aðaluppdrættir verða teknir fyrir á næsta fundi stjórnar til afgreiðslu. Jafnframt samþykkir stjórnin að fela fasteigna- og framkvæmdafulltrúa að sækja um leyfi vegna framkvæmdanna og fá tilboð í verkþætti framkvæmdanna með sviðstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2026
Málsnúmer 2508192
Framlögð fyrstu drög fjárhagsáætlunar 2026. Jafnframt fjallað um samþykkt hafnarstjórnar um að Menningarstofu Fjarðabyggðar verði falið umhald þeirra styrkja sem hafnarstjórn hefur komið að hvað varðar menningarviðburði í heimabyggð í gegnum tíðina og fái til þess fjármagn frá hafnarsjóði árlega. Er stjórn Menningarstofu falið að útfæra þá styrki innan sinna úthlutunar til menningarmála en hafnarstjórn leggur áherslu á að þær hátíðir og viðburðir sem hún hefur styrkt njóti styrkja áfram.
Stjórn felur formanni og bæjarritara að útfæra viðbótarfjármagn í fjárhagsáætlun ársins 2026.
Jafnframt að vinna áfram að fjárhagsáætlunargerð og leggja fyrir stjórn á næsta fundi.
3.
Umsókn um styrki til menningarmála hljómsveitin Rown
Málsnúmer 2509147
Vísað frá bæjarráði til stjórnar menningarstofu umsókn um styrki til menningarmála hljómsveitin Rown, Einari Erni fyrir hönd hljómsveitarinnar Rown Ósk til að halda Rown''s RockFest 29. nóvember nk.
Bæjarritara falið að ræða við forsvarsmenn hátíðarinnar og leggja fyrir stjórn að nýju.
4.
Heimsókn Big Band Ribe í okt 2026
Málsnúmer 2510001
Framlögð til kynningar áform hljómsveitar frá vinabæ Fjarðabyggðar í Danmörku, Esbjerg.
5.
Bæjarhátíðir í Fjarðbyggð
Málsnúmer 2508067
Stjórn fór yfir með fulltrúum bæjarhátíðanna Útsæðis á Eskifirði og Franskra daga á Fáskrúðsfirði framkvæmd og fyrirkomulag hátíðanna og samstarf sveitarfélagsins við þær.
Fulltrúar Neistaflugs í Neskaupstað og Stöð í Stöð á Stöðvarfirði koma síðar til fundar við stjórn.