mobile navigation trigger mobile search trigger
11.04.2022

Tillaga að deiliskipulagi Dals, athafnasvæðis ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði

Tillaga að deiliskipulagi Dals, athafnasvæðis ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Dals, athafnasvæðis ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði samkvæmt 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæði Dals, athafnasvæðis er um 4,8 ha að stærð og er staðsett inn í dal á Eskifirði eða rétt sunnan megin við gangnamunna Norðfjarðarganga og austan megin Norðfjarðarvegar. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Dalbraut. Á svæðinu er gert ráð fyrir 22. lóðum undir athafnarstarfsemi og léttan iðnað. 

Breyting á deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis er breytt þannig að hluti þess sem nær inn á skipulagssvæði Dals athafnasvæðis verður felldur úr gildi.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði frá og með 13. apríl 2021 til  og með 25. maí 2022.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út 25. maí 2022. Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfis- og skipulagssviðs á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.

Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í síma 470-9000 eða á netfangið skipulagsfulltrui@fjardabyggd.is

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Deiliskipulag athafnarsvæðis ESK_Uppdráttur-Tillaga.pdf

Athafnarsvæði Esk_Greinargerð-Tillaga.pdf

Uppdráttur og greingargerð.pdf

Frétta og viðburðayfirlit