Bæjarráð
896. fundur
26. maí 2025 kl. 15:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Einangrun og kynding í Fjarðabyggðarhöllina
Farið yfir næstu skref og framgang við klæðningu og einangrun Fjarðabyggðahallarinnar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra ásamt slökkviliðsstjóra að vinna áfram að málinu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra ásamt slökkviliðsstjóra að vinna áfram að málinu.
2.
Greinargerð um framkvæmdir ársins
Farið yfir stöðu framkvæmda og viðhalds Fjarðabyggðar í a- og b- hluta á eignum og umhverfismálum á árinu 2025 á móti fjárveitingum.
Bæjarráð tekur stöðu framkvæmda að nýju upp á bæjarráðsfundi í lok júní.
Bæjarráð tekur stöðu framkvæmda að nýju upp á bæjarráðsfundi í lok júní.
3.
Fasteignir í eigu Fjarðabyggðar
Fjallað um niðurrif á fasteignum að Mýrargötu 8 og Strandgötu 62 á Norðfirði ásamt Öldugötu 6 á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur skipulags- og framkvæmdasviði að afla tilskilinna leyfa til niðurrifs eignanna og þær verði rifnar á árinu. Kostnaði vegna rifanna vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð felur skipulags- og framkvæmdasviði að afla tilskilinna leyfa til niðurrifs eignanna og þær verði rifnar á árinu. Kostnaði vegna rifanna vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
4.
Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
Framlagður til staðfestingar samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar og Skógræktarfélag Íslands um afmörkuð landsvæði í Reyðarfirði fyrir skógrækt. Farið yfir samning og afmörkuð svæði sem samningurinn fjallar um.
Bæjarráð samþykkir að lagfæringar verði gerðar á afmörkun svæðanna og samningurinn tekinn fyrir að nýju til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að lagfæringar verði gerðar á afmörkun svæðanna og samningurinn tekinn fyrir að nýju til staðfestingar í bæjarráði.
5.
Viðaukaframlag vegna samþykkta réttindasafna R og B deilda
Framlagt erindi Brúar lífeyrissjóðs vegna skilyrðis úr samþykktum vegna réttindasafns R og B deildar Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar en sjóðurinn krefur um viðbótarframlag sem nemur 94,5 m.kr.
Bæjarráð samþykkir að viðbótarframlagið sé greitt til lífeyrissjóðsins og vísar fjármögnun hans til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að viðræður verði telnar upp við sjóðinn um endurskoðun á greinum sem varðar tvöfaldar greiðslur til sjóðsins vegna réttindasafns.
Bæjarráð samþykkir að viðbótarframlagið sé greitt til lífeyrissjóðsins og vísar fjármögnun hans til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að viðræður verði telnar upp við sjóðinn um endurskoðun á greinum sem varðar tvöfaldar greiðslur til sjóðsins vegna réttindasafns.
6.
Beiðni um að vinna frumathugun
Lögð fram drög að bréfi til umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis vegna frumathugunar á vörnum við Einarsstaðaá á Stöðvarfirði.
Bæjarráð samþykkir efni bréfsins og felur bæjarstjóra að senda erindið og fylgja því eftir.
Bæjarráð samþykkir efni bréfsins og felur bæjarstjóra að senda erindið og fylgja því eftir.
7.
Viðtalstímar 2025
Tekin umræðu um málefni sem komið hafa upp í viðtalstímum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra á Norðfirði, Eskifirði og Mjóafirði.
Bæjarritara falið að fylgja málefnum sem komu fram í viðtalstímum eftir við viðkomandi svið og embætti hjá sveitarfélaginu.
Bæjarritara falið að fylgja málefnum sem komu fram í viðtalstímum eftir við viðkomandi svið og embætti hjá sveitarfélaginu.
8.
Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald 62 2025
Vísað frá fyrri fundi til umfjöllunar frumvarpi um veiðileyfagjald. Umsagnarfrestur er til og með 26. maí nk.
Bæjarráð Fjarðabyggðar ítrekar eindregið fyrri bókanir sínar varðandi hækkun veiðigjalda og lýsir yfir verulegum áhyggjum af þeim áhrifum sem fyrirhuguð hækkun getur haft á atvinnulíf og fjárfestingar í sveitarfélaginu.
Samkvæmt samantekt KPMG sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga lét vinna fellur umtalsverður hluti boðaðrar hækkunar veiðigjalda á fyrirtæki með heimilisfesti í Fjarðabyggð. Hækkunin kemur til með að hafa bein áhrif á starfsemi fyrirtækja í sjávarútvegi og getur leitt til fækkunar á störfum og minni útsvarstekjum. Þá kemur hækkunin til með að draga úr fjárfestingum sem hefur áhrif á alla þætti samfélagsins.
Bæjarráð tekur undir með Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga um að skort hafi á heildstæða greiningu á áhrifum hækkunarinnar á einstök byggðarlög. Ljóst er að veruleg hækkun veiðigjalda getur grafið undan rekstrarhæfni útgerða í brothættum byggðum og haft víðtæk áhrif á atvinnulífið.
Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á stjórnvöld og Alþingi að endurskoða tillögur sínar um hækkun veiðigjalda, byggt á vandaðri greiningu á raunverulegum áhrifum á sveitarfélög og byggðakjarna. Þá leggur ráðið áherslu á að breytingar af þessum toga þurfi að vinna í sátt og samráði við sveitarfélög og atvinnulíf.
Bæjarráð felur bæjarritara að skila inn umsögn til Alþingis þar sem afstaða Fjarðabyggðar kemur skýrt fram í samræmi við ofangreinda bókun.
Bæjarráð Fjarðabyggðar ítrekar eindregið fyrri bókanir sínar varðandi hækkun veiðigjalda og lýsir yfir verulegum áhyggjum af þeim áhrifum sem fyrirhuguð hækkun getur haft á atvinnulíf og fjárfestingar í sveitarfélaginu.
Samkvæmt samantekt KPMG sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga lét vinna fellur umtalsverður hluti boðaðrar hækkunar veiðigjalda á fyrirtæki með heimilisfesti í Fjarðabyggð. Hækkunin kemur til með að hafa bein áhrif á starfsemi fyrirtækja í sjávarútvegi og getur leitt til fækkunar á störfum og minni útsvarstekjum. Þá kemur hækkunin til með að draga úr fjárfestingum sem hefur áhrif á alla þætti samfélagsins.
Bæjarráð tekur undir með Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga um að skort hafi á heildstæða greiningu á áhrifum hækkunarinnar á einstök byggðarlög. Ljóst er að veruleg hækkun veiðigjalda getur grafið undan rekstrarhæfni útgerða í brothættum byggðum og haft víðtæk áhrif á atvinnulífið.
Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á stjórnvöld og Alþingi að endurskoða tillögur sínar um hækkun veiðigjalda, byggt á vandaðri greiningu á raunverulegum áhrifum á sveitarfélög og byggðakjarna. Þá leggur ráðið áherslu á að breytingar af þessum toga þurfi að vinna í sátt og samráði við sveitarfélög og atvinnulíf.
Bæjarráð felur bæjarritara að skila inn umsögn til Alþingis þar sem afstaða Fjarðabyggðar kemur skýrt fram í samræmi við ofangreinda bókun.
9.
Málefni laxeldis í Fjarðabyggð
Fjallað um leyfisveitingar og heimildir til þess að hefja laxeldi í Mjóafirði.
Bæjarráð Fjarðabyggðar ítrekar fyrri bókanir sínar þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að ráðist verði tafarlaust í útboð á sjókvíaeldi í Mjóafirði. Málið hefur dregist um of og ljóst er að töf á framgangi þess hefur neikvæð áhrif á framtíðarsýn og byggðafestu í firðinum.
Mjóifjörður býr yfir góðum aðstæðum til eldis og hefur samfélagið þar sjálft ítrekað lýst eindregnum vilja til að taka þátt í þeirri atvinnuuppbyggingu sem sjókvíaeldi getur skapað. Núverandi kyrrstaða og bið eru ekki í samræmi við jákvæða byggðaþróun, né heldur þá ábyrgð sem fylgir því að styðja við brothættar byggðir.
Bæjarráð skorar á stjórnvöld að hraða nauðsynlegri málsmeðferð og gera þegar í stað ráðstafanir til að tryggja útboð á leyfum í Mjóafirði. Það er forsenda þess að skapa ný atvinnutækifæri og styrkja samfélagið.
Bæjarráð Fjarðabyggðar ítrekar fyrri bókanir sínar þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að ráðist verði tafarlaust í útboð á sjókvíaeldi í Mjóafirði. Málið hefur dregist um of og ljóst er að töf á framgangi þess hefur neikvæð áhrif á framtíðarsýn og byggðafestu í firðinum.
Mjóifjörður býr yfir góðum aðstæðum til eldis og hefur samfélagið þar sjálft ítrekað lýst eindregnum vilja til að taka þátt í þeirri atvinnuuppbyggingu sem sjókvíaeldi getur skapað. Núverandi kyrrstaða og bið eru ekki í samræmi við jákvæða byggðaþróun, né heldur þá ábyrgð sem fylgir því að styðja við brothættar byggðir.
Bæjarráð skorar á stjórnvöld að hraða nauðsynlegri málsmeðferð og gera þegar í stað ráðstafanir til að tryggja útboð á leyfum í Mjóafirði. Það er forsenda þess að skapa ný atvinnutækifæri og styrkja samfélagið.
10.
Starfshópur um íþróttahúsið á Eskifirði
Tilnefningar í starfshóp um íþróttahús á Eskifirði ásamt erindisbréfi hópsins lagt fram og fjallað um verkefnið. Ungmennafélagið Austri tilnefnir Söru Atladóttur í starfshópinn. Fjarðalistinn tilnefnir Kömmu Dögg Gísladóttur í starfshópinn. Íbúasamtök Eskifjarðar hafa ekki tilnefnt fulltrúa en boðað verður til fyrsta fundar starfshópsins þegar sú tilnefning liggur fyrir.
Erindisbréf starfshópsins staðfest og formaður mun kalla til fyrsta fundar hans.
Erindisbréf starfshópsins staðfest og formaður mun kalla til fyrsta fundar hans.
11.
Aðalfundarboð 2025 - Olíusamlagið
Framlagt fundarboð aðalfundar Olíusamlags útvegsmanna Neskaupstað en fundurinn er haldinn 26. maí.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
12.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025
Framlögð til kynningar 89. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 7. maí.
13.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Framlögð til kynningar 979. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. maí.
14.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA 2025
Framlögð til kynningar fundargerð ársfundar Austurbrúar ásamt fundargerð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 9. maí.
15.
Fjölskyldunefnd - 33
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 19. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.