Fara í efni

Bæjarráð

898. fundur
10. júní 2025 kl. 12:00 - 13:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Gott að eldast-samþætting þjónustu Fjarðabyggð og HSA
Málsnúmer 2306119
Lögð fram drög að samningi um samþættingu heimastuðnings Fjarðabyggðar og heimahjúkrunar HSA með tillögum að breytingum frá HSA. Farið yfir stöðu málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð að nýju á næsta fundi.
2.
Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
Málsnúmer 2302213
Lagðir fram endurskoðaðir uppdrættir af skógræktarsvæði næst byggðinni á Reyðarfirði þar sem búið er að færa mörk svæðisins upp frá væntanlegum stækkunarsvæðum byggðar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
3.
Berunes kaup eignarhluta
Málsnúmer 2506008
Framlagt kauptilboð Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar í 5,5556% hluta jarðarinnar Berunes í Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu hafnarstjórnar.
4.
Erindi v Flugvöll á Breiðdalsvík
Málsnúmer 2506029
Framlagt erindi Elísar Péturs Elíssonar og Friðriks Árnasonar vegna flugvallar í Breiðdal.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp við Isavia.
5.
Tillaga um stuðning við hjálparstarf á Gasa
Málsnúmer 2506051
Framlögð tillaga Fjarðalistans um stuðning við hjálparstarf á Gasa.

Tillaga Fjarðalistans um stuðning við hjálparstarf í Gaza

Fjarðalistinn leggur til að bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykki að veita 2.000.000 kr. styrk til hjálparsamtakanna Vonarbrúar til stuðnings mannúðaraðstoðar við íbúa í Gaza með sérstakri áherslu á velferð barna.

Rökstuðningur Fjarðalistans vegna tillögu:
Þúsundir barna og tugþúsundir óbreyttra borgara hafa látist í Gaza frá því að átökin hófust haustið 2023. Alvarleg mannúðarkrísa er í gangi þar sem umsátur, hungurvopn og sífelldar loftárásir hafa gert svæðið nánast ólífvænlegt. Börn eru sérstaklega berskjölduð. Þau hafa misst fjölskyldur sínar, heimili og aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og menntun. Fólk víða um heim finnur til vanmáttar gagnvart þessum hörmungum en stuðningur við mannúðaraðstoð er eitt af fáu sem sveitarfélög eins og Fjarðabyggð geta gert og skiptir máli - bæði sem raunveruleg hjálp og táknræn aðgerð.
Langanesbyggð samþykkti þann 15. maí sl. að veita eina milljón króna í stuðning við hjálparstarf í Gaza, þrátt fyrir að íbúar sveitarfélagsins séu einungis um 540 talsins. Slík aðgerð er skýr siðferðileg afstaða og hvatning til annarra sveitarfélaga.
Fjarðabyggð er fjölmennara sveitarfélag með tæplega 5.000 íbúa. Með því að veita hjálparsamtökum fjárstuðning getur bæjarfélagið sýnt að það lætur sig varða velferð saklausra borgara - ekki síst barna - og stendur vörð um grundvallargildi siðmenningar og mannúðar. Með þessari aðgerð getur Fjarðabyggð tekið virkan þátt í samstöðu sveitarfélaga um mannréttindi og mannúð á tímum ofbeldis og neyðar.

Bókun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Meirihluti bæjarráðs Fjarðabyggðar lýsir yfir djúpum áhyggjum af ástandinu í stríðshrjáðum löndum heimsíns og hvetur ríkisstjórn Íslands til að beita sér af festu á alþjóðavettvangi og innan fjölþjóðastofnana til að krefjast tafarlauss vopnahlés, veitingar mannúðaraðstoðar og virðingar fyrir lífi fólks og alþjóðalögum.
Eins og allir landsmenn þá fordæmum við morð og árásir á saklausa borgara um allan heim og hvetjum stríðandi fylkingar til að leggja niður vopn og semja um frið um leið og hugur okkar og samúð er með fólki sem líður fyrir stríðsrekstur hvar sem er í heiminum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins taka heilshugar undir mannúðarsjónarmið tillögu Fjarðalistans en telja mikilvægt að ríkisvaldið haldi utan um aðgerðir sem þessar á erlendri grund og þær séu samræmdar milli opinberra aðila. Komi til slíkra aðgerða á vegum opinberra aðila hérlendis þá mun sveitarfélagið taka þátt á þeim grundvelli.
6.
Ráðstefna Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra 16. október 2025.
Málsnúmer 2506020
Árleg ráðstefna Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður haldin fimmtudaginn 16. október frá kl. 13:00 til 16:30 á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
7.
80 ára afmæli SÍS
Málsnúmer 2506004
Framlagt til kynningar boð Samband íslenskra sveitarfélaga en boðað er til afmælisráðstefnu þann 11. júní í tilefni af 80 ára afmæli samtakanna.
Fulltrúar Fjarðabyggðar sækja ráðstefnuna.
8.
Til umsagnar 429. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 2506047
Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (strandveiðar).
Bæjarráð vísar til fyrri umsagna sinna um strandveiðar.
9.
Ársfundur Brákar 11.júní 2025
Málsnúmer 2506003
Framlagt boð á ársfund Brákar íbúðafélags hses sem haldinn verður 11. júní 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á ársfundinum.
10.
Viðaukaframlag vegna samþykkta réttindasafna R og B deilda
Málsnúmer 2505153
Lagt fram til kynningar svarbréf Brúar lífeyrissjóðs vegna erindis Fjarðabyggðar um skuldbindingar vegna réttindasafns.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
11.
Aðalfundur Breiðdalsseturs 2025
Málsnúmer 2504192
Framlagðar til kynningar fundargerðir aðalfundar Breiðdalsseturs frá 10. maí ásamt stjórnarfundargerð sama dag.
12.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502038
Framlögð til kynningar fundargerð 980. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
13.
Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2501007
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar samtaka orkusveitarfélaga nr. 84.
14.
Ársskýrsla Krabbameinsfélags Austfjarða
Málsnúmer 2506042
Framlögð til kynningar árskýrsla Krabbameinsfélags Austfjarða vegna ársins 2024.
15.
Fjölskyldunefnd - 34
Málsnúmer 2505028F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 2.júní.
16.
Öldungaráð - 17
Málsnúmer 2505018F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð öldungaráðs frá 26. maí.