Bæjarráð
900. fundur
23. júní 2025 kl. 08:30 - 11:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2025
Lagt fram yfirlit fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar fyrir janúar til apríl auk yfirlits yfir launakostnað og skattekjur fyrir janúar - maí 2025.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Farið yfir tillögur nefnda um breytingar á fjárhagsrömmum málaflokka fyrir árið 2026.
Bæjarráð vísar tillögunum til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2026 og frekari vinnslu fjármála- og greiningarsviðs.
Bæjarráð vísar tillögunum til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2026 og frekari vinnslu fjármála- og greiningarsviðs.
3.
Greinargerð um framkvæmdir ársins
Farið yfir stöðu framkvæmda og viðhalds Fjarðabyggðar í a- og b- hluta á árinu 2025 á móti fjárhagsáætlun ársins.
4.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2025
Framlagðir samngingar milli Fiskeldissjóðs og Fjarðabyggðar vegna styrkja til þriggja verkefna, hvert að fjárhæð 44.840.000 kr. eða alls 134.520.000 kr.
Bæjarráð samþykkir samningana og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
Bæjarráð samþykkir samningana og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
5.
Verksamningur - þak á Fjarðabyggðarhöll
Framlögð drög að uppfærðum verksamningi við Jötunverk ehf. um einangrun Fjarðabyggðarhallarinnar ásamt umsögn eldvarnareftirlits vegna framkvæmdarinnar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra frágang og undirritun hans. Jafnframt er fjármögnun framkvæmdarinnar vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra frágang og undirritun hans. Jafnframt er fjármögnun framkvæmdarinnar vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
6.
Tillaga um stuðning við hjálparstarf á Gasa
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar bæjarráðs breytingartillögu Fjarðalistans vegna mannúðaraðstoðar: "Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir að veita 2.000.000 kr. styrk til hjálparsamtakanna Vonarbrúar til stuðnings mannúðaraðstoðar við íbúa í Gaza, með sérstakri áherslu á velferð barna, og felur bæjarráði að gera viðeigandi ráðstafanir í fjárhagsáætlun til að tryggja fjármögnun styrksins."
Bæjarráð vísar á að utanríkisráðuneytið annast úthlutun styrkja á grundvelli faglegra og samræmdra viðmiða, sbr. verklagsreglur ráðuneytisins um stuðning við félagasamtök á sviði alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar. Málið tekið fyrir að nýju þegar fyrir liggja niðurstöður í málinu.
Bæjarráð vísar á að utanríkisráðuneytið annast úthlutun styrkja á grundvelli faglegra og samræmdra viðmiða, sbr. verklagsreglur ráðuneytisins um stuðning við félagasamtök á sviði alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar. Málið tekið fyrir að nýju þegar fyrir liggja niðurstöður í málinu.
7.
Leikskóli Breiðdal
Fjölskyldusvið leggur til að fyrirhuguðum framkvæmdum á bókasafni og leikskóla í skólahúsnæði Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík verði frestað á þessu ári.
Bæjarráð vísar erindi til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2026 til útfærslu í framkvæmdaáætlun þess árs.
Bæjarráð vísar erindi til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2026 til útfærslu í framkvæmdaáætlun þess árs.
8.
Þarfagreining vegna húsnæðisuppbyggingar fyrir 60
Öldungaráð leggur til breytingar á spurningalista vegna þarfagreiningar á húsnæðisuppbyggingu fyrir 60 ára og eldri.
Bæjarráð samþykkir að lögð verði könnun fyrir íbúa á grundvelli spurningarlistans og felur fjölskyldusviði umhald og úrvinnslu upplýsinganna.
Bæjarráð samþykkir að lögð verði könnun fyrir íbúa á grundvelli spurningarlistans og felur fjölskyldusviði umhald og úrvinnslu upplýsinganna.
9.
Svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið óskar eftir sameiginlegri tilnefningu Fjarðabyggðar og Múlaþings í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði. Óskað er eftir tilnefningu þriggja aðalfulltrúa og þriggja varafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir með vísan til fullnaðarumboðs sem bæjarstjórn hefur falið bæjarráði að fulltrúar Fjarðabyggðar verði áfram Þuríður Lillý Sigurðurdóttir og Jón Björn Hákonarson sem aðalmenn. Til vara eru Þórdís Mjöll Benediktsdóttir og Stefán Þór Eysteinsson.
Bæjarráð samþykkir með vísan til fullnaðarumboðs sem bæjarstjórn hefur falið bæjarráði að fulltrúar Fjarðabyggðar verði áfram Þuríður Lillý Sigurðurdóttir og Jón Björn Hákonarson sem aðalmenn. Til vara eru Þórdís Mjöll Benediktsdóttir og Stefán Þór Eysteinsson.
10.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
Stjórn menningarstofu leggur til breytingu á skipan stjórnar Sjóminjasafns Austurlands og leggur til að Jón Björn Hákonarson taki sæti Jens Garðar Helgasonar í stjórninni.
Bæjarráð samþykkir tilnefningu stjórnarinnar með vísan til fullnaðarumboðs sem bæjarstjórn hefur falið bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir tilnefningu stjórnarinnar með vísan til fullnaðarumboðs sem bæjarstjórn hefur falið bæjarráði.
11.
Samkomulag ríkis og sveitarfélag vegna vegna barna með fjölþættan vanda
Framlagt til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytis vegna samkomulags milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis. 1. janúar 2026 tekur ríkið ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með flóknar og fjölþættar þjónustuþarfir sem búsett eru utan heimilis. Á móti skuldbinda sveitarfélög sig til að tryggja að viðunandi úrræði séu í boði fyrir þennan hóp barna á fyrsta og öðru stigi þjónustu.
Vísað til fjölskyldunefndar.
Vísað til fjölskyldunefndar.
12.
Verksamningur sorphirðu - framlenging
Framlagt bréf frá Kubb ehf. þar sem óskað er framlengingar samnings um sorphirðu.
Bæjarráð samþykkir að samningur um sorphirðu verði ekki framlengdur að svo stöddu.
Bæjarráð samþykkir að samningur um sorphirðu verði ekki framlengdur að svo stöddu.
13.
Ársfundur Brákar 11.júní 2025
Framlagður til kynningar ársreikningur Brákar íbúðafélags hses ásamt fundargerð ársfundarins.
14.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA 2025
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 4. júní og stjórnar Austurbrúar frá sama degi.
15.
Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2025
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 19. og 25 . maí.
16.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13.júní og 16.júní.
17.
Stjórn menningarstofu - 19
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 16. júní lögð fram til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir fundargerð með vísan til fullnaðarumboðs sem bæjarstjórn hefur falið bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir fundargerð með vísan til fullnaðarumboðs sem bæjarstjórn hefur falið bæjarráði.