Fara í efni

Bæjarráð

901. fundur
1. júlí 2025 kl. 10:00 - 11:15
í fjarfundi
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varamaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Samstarfssamningur um rannsóknarsetur Gamli skólinn Eskifirði
Málsnúmer 2505189
Framlögð viljayfirlýsing milli Háskóla Íslands, Fjarðabyggðar og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins. Tilefni hennar er að ákveðið hefur verið að setja á stofn Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Eskifirði í húsnæði Barnaskólans á Eskifirði og mun verða hluti af Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands.
Bæjarráð staðfestir viljayfirlýsinguna og fagnar mikilvægum áfanga ásamt því að þakka samstarfið við ráðuneytið og skrifstofu rektors Háskóla Íslands.
2.
Notkun á skólphreinsistöð Hreinsitækni hf.
Málsnúmer 2506141
Framlagt bréf frá LMG lögmönnum vegna notkunar á skólphreinsistöð Hreinsitækni við Mjóeyrarhöfn.
Bæjarráð felur sviðstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að hefja viðræður við bréfritara um efni bréfsins.
3.
Aðgengismál Lundargötu 4
Málsnúmer 2506137
Framlagt bréf Réttar - Aðalsteinssonar & Partners ehf. vegna aðgengis að fasteigninni að Lundargötu 4, Reyðarfirði, fasteignanúmer F217-7255.
Bæjarráð felur lögmanni sveitarfélagsins að svara erindi bréfritara.
4.
Forkaupsréttur sveitarfélags á bátnum Austfirðingur 2640
Málsnúmer 2506163
Framlagt erindi Goðaborgar ehf. þar sem óskað er afstöðu Fjarðabyggðar til að nýta forkaupsrétt að bátnum Austfirðingi 2640 sem Gullrún ehf á Breiðdalsvík er að selja.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að bátnum Austfirðing 2640.
5.
Rof á fjarskiptasambandi
Málsnúmer 2506166
Framlögð til kynningar fundargerð frá fundi viðbragðsaðila vegna rofs á fjarskiptasambandi á Eskifirði og Norðfirði vegna bilunar í símstöð á Reyðarfirði.
Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir á næsta almannavarnanefndarfundi.
6.
Framlenging verksamnings
Málsnúmer 2506168
Framlagt erindi UHA Umhverfisþjónustunnar um framlengingu á verksamningi vegna sorpförgunar um þrjú ár.
Bæjarráð samþykkir að framlengja verksamning ekki að svo stöddu.
7.
Leikvellir og græn svæði á Neskaupstað
Málsnúmer 2506161
Framlagt bréf Kvenfélagsins Nönnu vegna leikvalla og grænna svæða á Norðfirði.
Bæjarráð vísar erindi til skipulags- og framkvæmdanefndar.
8.
Ný heimasíða fyrir Fjarðabyggð 2023
Málsnúmer 2303098
Vinna við heimasíðu Fjarðabyggðar er langt komin og svo til allt efni komið inná vefinn. Framundan er svo að samræma útlit og uppsetningu á efni. Forritun og uppsetning á vefnum er sömuleiðis á lokametrunum.
Bæjarráð samþykkir tillögur sem koma fram í minnisblaði.
9.
Franskir dagar 2025
Málsnúmer 2406077
Dagana 17. júlí - 20. júlí verða franskir dagar á Fáskrúðsfirði af því tilefni mun koma líkt og undanfarin ár frönsk sendinefnd frá Gravelines.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að skipuleggja þátttöku kjörinna fulltrúa í heimsókninni.
10.
Sinfó í sundi í tilefni af 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Málsnúmer 2503010
Framlagt til kynningar erindi Sinfóníuhljómsveitar Íslands um beina útsendingu í sundlaugum landsins frá sjónvarpstónleikunum Klassíkinni okkar - Söngur lífsins! landsins 29. ágúst kl. 20:00.
Bæjarráð vísar erindi til sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
11.
Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2506144
Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024 lagður fram til kynningar.
12.
Innviðaþing 28. ágúst
Málsnúmer 2506138
Framlagður til kynningar tölvupóstur innviðaráðuneytisins vegna innviðaþings sem haldið verður 28. ágúst nk.
13.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 36
Málsnúmer 2506019F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 23. júní lögð fram til staðfestingar.
Bæjarráð með fullnaðarumboði bæjarstjórnar samþykkir fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar.