Bæjarráð
902. fundur
7. júlí 2025 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2025
Fjallað um umsóknir um stofnframlög til íbúðabygginga.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna umsóknir um stofnframlög til íbúðabygginga og skila inn umsóknum.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna umsóknir um stofnframlög til íbúðabygginga og skila inn umsóknum.
2.
Beiðni um að vinna frumathugun
Framlagt til kynningar svar Ofanflóðasjóðs vegna frumathugunar á vörnum í Einarsstaðaá innri á Stöðvarfirði þar sem sjóðurinn samþykkir að vinna málið áfram.
3.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Framlagt til kynningar svar Ofanflóðasjóðs vegna viðbótar við keilur í Nes- og Bakkagiljum. Verkið bætist við núverandi framkvæmdir.
4.
Þjónustugjald þjónustuíbúða í Neskaupstað endurskoðun
Lögð fram niðurstaða könnunar um notkun á öryggishnöppum meðal íbúa í Breiðabliki, þjónustuíbúðum eldri borgara.
Bæjarráð samþykkir að hætt verði þjónustu á vegum sveitarfélagsins með útvegun á öryggishnöppum í Breiðablik í ljósi niðurstöðu könnunar. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að kynna nýtt fyrirkomulag.
Bæjarráð samþykkir að hætt verði þjónustu á vegum sveitarfélagsins með útvegun á öryggishnöppum í Breiðablik í ljósi niðurstöðu könnunar. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að kynna nýtt fyrirkomulag.
5.
Samstarf í öldrunarmálum milli Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnunar
Framlögð drög að viljayfirlýsingu vegna samstarfs um öldrunarmál í Fjarðabyggð til skoðunar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingunni og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingunni og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
6.
Fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila
Fjallað um frágang samskomulags um flutning húsnæðis hjúkrunarheimilanna frá Fjarðabyggð til Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bæjarráð samþykkir að eignarhlutir sveitarfélagsins í hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð færist til ríkisins samkvæmt samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar um. Breytingum vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Bæjarráð samþykkir að eignarhlutir sveitarfélagsins í hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð færist til ríkisins samkvæmt samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar um. Breytingum vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
7.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2022 - 2026
Framlögð tillaga að breytingu á nefnaskipan Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og framkvæmdanefnefn. Sigurjón Rúnarsson er tilnefndur sem varamaður í stað Barböru Kubelas.
Bæjarráð staðfestir skipun með vísun til umboðs sem bæjarstjórn hefur veitt til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir skipun með vísun til umboðs sem bæjarstjórn hefur veitt til fullnaðarafgreiðslu.
8.
Boð á vinnustofu -skráning lögheimilis í frístundabyggð
Framlagður tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um lögheimilisskráningar í frístundabyggð. Boðað er til vinnustofu 11. september nk.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa.
9.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025
Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 90 lögð fram til kynningar