Bæjarráð
903. fundur
14. júlí 2025 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varamaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir varamaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði 2025
Framlagður tölvupóstur landeigenda Óseyrar í Stöðvarfirði sem óska eftir smölun lands síns.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og framkvæmdasviði að meta aðstæður á vettvangi og upplýsa bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og framkvæmdasviði að meta aðstæður á vettvangi og upplýsa bæjarráð.
2.
Úrgangsmál sveitarfélagsins
Farið yfir stöðu og fyrirkomulag úrgangsmála.
3.
Framlenging um eitt ár á samningi um skólamáltíðir
Lögð er fram tillaga að framlengingu á samningi um skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að samningur um skólamáltíðir sé framlengdur um eitt ár.
Bæjarráð samþykkir að samningur um skólamáltíðir sé framlengdur um eitt ár.
4.
Breiðdals-og Stöðvarfjarðarskóli útboð skólaakstur
Lagt fram tilboð í samræmi við verðfyrirspurn í skólaakstur nemenda milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar skólaárið 2025 - 2026. Eitt tilboð barst og er lagt til að ganga til viðræðna við bjóðanda á grunni tilboðsins og verðfyrirspurnarinnar.
Bæjarráð samþykkir að fela stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa og bæjarstjóra að undirrita samning um aksturinn.
Bæjarráð samþykkir að fela stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa og bæjarstjóra að undirrita samning um aksturinn.
5.
Nesskóli útboð skólaakstur
Lögð fram niðurstaða verðfyrirspurnar vegna skólaakstur á milli Norðfjarðarsveitar og Neskóla. Eitt tilboð barst.
Bæjarráð samþykkir að fela stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa og bæjarstjóra að undirrita samning um aksturinn.
Bæjarráð samþykkir að fela stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa og bæjarstjóra að undirrita samning um aksturinn.
6.
Samningur við Tröppu
Lagður fram viðauki við samning við Tröppu vegna frummats á börnum í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar sem þurfa inngrip talmeinafræðings.
Bæjarráð samþykkir viðaukanna og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir viðaukanna og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Yfirlýsing stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitafélaga
Yfirlýsing stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Bæjarráð Fjarðabyggðar harmar þá miklu hækkun veiðigjalda sem taka mun gildi um næstu áramót og lýsir yfir alvarlegum áhyggjum af áhrifum hennar á fjárfestingu, störf og tekjugrunn sveitarfélagsins. KPMG-greining fyrir Samtök sjávarútvegssveitarfélaga sýnir að hækkunin leggst sérstaklega þungt á fyrirtæki í Fjarðabyggð sem mun þannig skila sér í samdrætti í verðmætasköpun og útsvarstekjum. Bæjarráð tekur undir yfirlýsingu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um að gjaldtakan grafi undan byggðafestu og dragi úr fjárfestingum á svæðum sem reiða sig á sjávarútveg. Bæjarstjóra er falið að funda án tafar með helstu útgerðum og stoðgreinum í sveitarfélaginu, leggja mat á afleiðingar skattahækkunarinnar og skila samantekt sem nýtist við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð Fjarðabyggðar harmar þá miklu hækkun veiðigjalda sem taka mun gildi um næstu áramót og lýsir yfir alvarlegum áhyggjum af áhrifum hennar á fjárfestingu, störf og tekjugrunn sveitarfélagsins. KPMG-greining fyrir Samtök sjávarútvegssveitarfélaga sýnir að hækkunin leggst sérstaklega þungt á fyrirtæki í Fjarðabyggð sem mun þannig skila sér í samdrætti í verðmætasköpun og útsvarstekjum. Bæjarráð tekur undir yfirlýsingu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um að gjaldtakan grafi undan byggðafestu og dragi úr fjárfestingum á svæðum sem reiða sig á sjávarútveg. Bæjarstjóra er falið að funda án tafar með helstu útgerðum og stoðgreinum í sveitarfélaginu, leggja mat á afleiðingar skattahækkunarinnar og skila samantekt sem nýtist við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
8.
Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum 2025
Fundargerð 82. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum lögð fram til kynningar.
9.
Fundargerð aðalfundar-Leigufélagsins Bríetar ehf.
Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.
10.
Skíðasvæði í Oddsskarði
Fulltrúar Vina Oddskarðs mættu til fundar og ræddu málefni svæðisins og kynntu félagið.