Bæjarráð
904. fundur
21. júlí 2025 kl. 08:30 - 10:20
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir varamaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fyrirkomulag úrgangsmála
Farið yfir stöðu og fyrirkomulag úrgangsmála.
Bæjarráð samþykkir að úrgangsmál, hirðing og förgun, verði boðin út frá og með 1. janúar 2026 og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir með Eflu verkfræðistofu og auglýsa útboðið.
Bæjarráð samþykkir að úrgangsmál, hirðing og förgun, verði boðin út frá og með 1. janúar 2026 og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir með Eflu verkfræðistofu og auglýsa útboðið.
2.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði 2025
Framlögð greinargerð um ágang fjár í landi Óseyrar á Stöðvarfirði.
Bæjarráð samþykkir að send verði áskorun á fjáreigendur sem eiga fjárvon í Stöðvarfirði um að þeir sæki fé það sem er í Stöðvarfirði.
Bæjarráð samþykkir að send verði áskorun á fjáreigendur sem eiga fjárvon í Stöðvarfirði um að þeir sæki fé það sem er í Stöðvarfirði.
3.
Leigusamningur um skammtímavistun og starfsmannarými í búsetukjarna Reyðarfirði
Framlagður leigusamningur um skammtímavistun og starfsmannarými í nýja íbúakjarnanum að Búðareyri 10 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir leigusamning og felur bæjarstjóra undirritun samnings.
Bæjarráð samþykkir leigusamning og felur bæjarstjóra undirritun samnings.
4.
Urðunarstaður Þernunesi - aflagður hluti svæðis Auratún
Framlögð ábyrgðaryfirlýsing sveitarstjórnar vegna urðunarstaðar í Þernunesi. Óskað hefur verið eftir formlegri staðfestingu á ábyrgð sveitarfélagsins á urðunarstaðnum en hún var staðfest upphaflega í desember 2006.
Bæjarráð með umboði bæjarstjórnar staðfestir ábyrgðaryfirlýsingu vegna urðunarstaðarins að Þernunesi.
Bæjarráð með umboði bæjarstjórnar staðfestir ábyrgðaryfirlýsingu vegna urðunarstaðarins að Þernunesi.
5.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Strandgata 46c ESK
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna stækkunar lóðar nr. 46c að Strandgötu á Eskifirði. Breytingin felur ekki í sér grenndaráhrif gagnvart nágrönnum.
Bæjarráð með umboði bæjarstjórnar samþykktir tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Eskifjarðar.
Bæjarráð með umboði bæjarstjórnar samþykktir tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Eskifjarðar.
6.
Stækkun iðnaðarsvæðis og athafnasvæðis við Hjallaleiru
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 og breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis Nes 1 á Reyðarfirði, sbr. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting felur í sér stækkun lóða í eystri hluta skipulags og hnika til lóðarmörkum annarra lóða ásamt mön á austurjaðri svæðisins. Aðalskipulagsreitina AT-300 og I-300 er gert ráð fyrir að stækka um u.þ.b. 25 metra til austurs. Vegna áforma um breytta legu þjóðvegar fyrir botni Reyðarfjarðar er gert ráð fyrir breyttri vegtengingu svæðis við Ægisgötu.
Bæjarráð með umboði bæjarstjórnar samþykkir skipulagslýsingu fyrir sitt leyti og vísar henni til áframhaldandi vinnu nefndarinnar.
Bæjarráð með umboði bæjarstjórnar samþykkir skipulagslýsingu fyrir sitt leyti og vísar henni til áframhaldandi vinnu nefndarinnar.
7.
Umsókn um lóð Hlíðarbrekka 5
Vísað frá skipulags- og framkvæmdasviði til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina Hlíðarbrekku 5 á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Hlíðarbrekku 5 en felur bæjarstjóra að fara yfir hugsanlegar kvaðir áður en til úthlutunar kemur.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Hlíðarbrekku 5 en felur bæjarstjóra að fara yfir hugsanlegar kvaðir áður en til úthlutunar kemur.
8.
Umsókn um lóð Hlíðarbrekka 7
Vísað frá skipulags- og framkvæmdasviði til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina Hlíðarbrekku 7 á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Hlíðarbrekku 7 en felur bæjarstjóra að fara yfir hugsanlegar kvaðir áður en til úthlutunar kemur.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Hlíðarbrekku 7 en felur bæjarstjóra að fara yfir hugsanlegar kvaðir áður en til úthlutunar kemur.
9.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 37
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 16. júlí lögð fram til staðfestingar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar.