Bæjarráð
906. fundur
11. ágúst 2025 kl. 08:30 - 12:55
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Vatnsveita Stöðvarfjarðar
Fjallað um stöðu vatnsveitu á Stöðvarfirði og mengun í vatnsbólum.
Bæjarráð Fjarðabyggðar harmar að ekki hafi verið brugðist nægilega hratt og rétt við í upplýsingagjöf til íbúa Stöðvarfjarðar vegna mengunar í vatnsveitu. Engu að síður brást sveitarfélagið tafarlaust við þegar niðurstöður sýnatökunnar lágu fyrir og hóf aðgerðir en brotalöm varð á upplýsingagjöf til íbúa í byrjun.
Bæjarráð ítrekar að farið verði tafarlaust yfir verkferla í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) til að tryggja skýra og tímanlega upplýsingagjöf milli aðila í framtíðinni.
Bæjarstjóra er falið að ræða við HAUST um ástæður þess að niðurstöður úr sýnatöku lágu ekki fyrr fyrir en það hefði getið komið í veg fyrir óþægindi og möguleg veikindi fyrr.
Þá leggur bæjarráð á það þunga áherslu að tillögur til úrbóta við vatnsveitu Stöðvarfjarðar verði lagðar fyrir bæjarráð sem fyrst til að hægt sé að ráðast í þær og draga þannig úr líkum á mengun í vatni á Stöðvarfirði í framtíðinni.
Bæjarráð Fjarðabyggðar harmar að ekki hafi verið brugðist nægilega hratt og rétt við í upplýsingagjöf til íbúa Stöðvarfjarðar vegna mengunar í vatnsveitu. Engu að síður brást sveitarfélagið tafarlaust við þegar niðurstöður sýnatökunnar lágu fyrir og hóf aðgerðir en brotalöm varð á upplýsingagjöf til íbúa í byrjun.
Bæjarráð ítrekar að farið verði tafarlaust yfir verkferla í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) til að tryggja skýra og tímanlega upplýsingagjöf milli aðila í framtíðinni.
Bæjarstjóra er falið að ræða við HAUST um ástæður þess að niðurstöður úr sýnatöku lágu ekki fyrr fyrir en það hefði getið komið í veg fyrir óþægindi og möguleg veikindi fyrr.
Þá leggur bæjarráð á það þunga áherslu að tillögur til úrbóta við vatnsveitu Stöðvarfjarðar verði lagðar fyrir bæjarráð sem fyrst til að hægt sé að ráðast í þær og draga þannig úr líkum á mengun í vatni á Stöðvarfirði í framtíðinni.
2.
Greinargerð um framkvæmdir ársins
Farið yfir verkefni sumarsins, starfsmenn skipulags- og framkvæmdasviðs fóru yfir stöðu helstu verkefna.
3.
Samstarf í öldrunarmálum milli Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnunar
Farið yfir framgang viðræðna við Heilbrigðisstofnun Austurlands um viljayfirlýsingu um samstarf í öldrunarmálum.
4.
Úrgangsmál - gerð útboðsgagna
Farið yfir stöðu á fyrirhuguðu útboði.
5.
Ágangsfé í landi Áreyja
Framlögð tvö erindi frá Svavari Valtýssyni þar sem óskað er eftir smölun búfjárs af landi hans í Áreyjum í Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og framkvæmdasviði að kanna ágang sauðfjár sem lýst er í landi Áreyja og skili bæjarráði upplýsingum þar um.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og framkvæmdasviði að kanna ágang sauðfjár sem lýst er í landi Áreyja og skili bæjarráði upplýsingum þar um.
6.
Skýring málefna Golfklúbbs Eskifjarðar
Framlagt erindi Jóns Baldurssonar vegna málefni Golfklúbbs Eskifjarðar.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara yfir málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara yfir málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
7.
Forkaupsréttur fasteigna
Farið yfir forkaupsréttarlista og uppfærslur á honum.
Bæjarráð felur skipulags- og framkvæmdanefnd að hefja vinnu við uppfærslu á forkaupsréttarlista sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur skipulags- og framkvæmdanefnd að hefja vinnu við uppfærslu á forkaupsréttarlista sveitarfélagsins.
8.
Sameiginlegur fundur sveitarfélaganna
Fjallað um sameiginlegan fund sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps og Fjarðabyggðar sem haldinn verður 29. ágúst nk.
Bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra munu sækja sveitarstjórn Fljótsdalshrepps heim.
Bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra munu sækja sveitarstjórn Fljótsdalshrepps heim.
9.
Samráðsfundir með innviðaráðherra í landshlutum
Framlagt fundarboð innviðaráðherra þar sem boðað er til opins íbúafundar 26. ágúst nk. kl. 16:30 í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins - samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.
10.
Frumvarp til laga um almannavarnir í samráðsgátt
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi um heildarendurskoðun laga um almannavarnir í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 18. ágúst.
11.
Hallormsstaðaskóli - boðsbréf 28. ágúst
Framlagt til kynningar boð á samkomu til að fagna komu Háskóla Íslands á Hallormsstað þann 28. ágúst kl. 13:00.
Bæjarstjórn mun taka þátt í samkomunni.
Bæjarstjórn mun taka þátt í samkomunni.