Bæjarráð
907. fundur
18. ágúst 2025 kl. 08:30 - 11:20
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Úrgangsmál - gerð útboðsgagna
Fjallað um útboð úrgangsmála.
Bæjarráð samþykkir útboðsgögnin og felur bæjarstjóra að hefja útboðsferli.
Bæjarráð samþykkir útboðsgögnin og felur bæjarstjóra að hefja útboðsferli.
2.
Rekstur málaflokka 2025
Framlagt rekstraryfirlit og yfirlit um fjárfestingar fyrir janúar til júní ásamt yfirliti um launakostnað fyrir janúar til júlí.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Farið yfir tímaáætlun fjárhagsáætlunargerðar ársins 2026. Framhaldið umfjöllun um tillögur nefnda um breytingar á fjárhagsrömmum málaflokka fyrir árið 2026.
4.
Ný heimasíða fyrir Fjarðabyggð 2023
Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu nýrrar heimasíðu og vinnu við gerð hennar.
5.
Íslendingadagar 2025
Fjallað um ferð á Íslandsdaga 26. til 28. september í Gravelines.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar verði Ragnar Sigurðsson auk annars bæjarfulltrúa ásamt fulltrúa Franskra daga.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar verði Ragnar Sigurðsson auk annars bæjarfulltrúa ásamt fulltrúa Franskra daga.
6.
Vatnsmál í Brekkuþorpi
Framlagt bréf Sigfúsar Vilhjálmssonar vegna vatnsmála í Mjóafirði.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags og framkvæmdasviðs að fara yfir málið með bréfritara og útfæra lausnir fyrir bæjarráð og leggja fyrir að nýju.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags og framkvæmdasviðs að fara yfir málið með bréfritara og útfæra lausnir fyrir bæjarráð og leggja fyrir að nýju.
7.
Hafnarstjórn - 328
Fundur hafnarstjórnar frá 11. ágúst lagður fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
8.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 38
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 14. ágúst lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.