Fara í efni

Bæjarráð

910. fundur
8. september 2025 kl. 08:30 - 10:20
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótasviðs
Dagskrá
1.
Úrgangsmál - gerð útboðsgagna
Málsnúmer 2505110
Farið yfir þær fyrirspurnir sem hafa borist í útboði vegna úrgangsmála. Bæjarráð samþykkir breytingar á útboði í samræmi við þær fyrirspurnir og felur verkefnastjóra að koma þeim á framfæri við EFLU.
2.
Vatnsveita Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 2508035
Starfsmenn skipulags- og framkvæmdasviðs fóru yfir stöðu mála og þær aðgerðir sem fara þarf í við vatnsveituna á Stöðvarfirði. Farið var yfir niðurstöður þrýstiprófana og þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru við veituna í haust. Bæjarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir við vatnsveituna og keypt geislatæki fyrir þéttbýli. Skipulags- og framkvæmdasviði falið að hefja vinnu við verkið.
3.
Dómsmál - Stefna
Málsnúmer 2509059
Fært í trúnaðarmálabók. Bæjarstjóra falið að halda utan um málið í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
4.
Reglur um frístundaheimili í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2508176
Fjölskyldunefnd vísar reglum Fjarðabyggðar um frístundaheimili til bæjarráðs til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
5.
Reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar
Málsnúmer 2508172
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar vegna barnaverndarmála.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Lóðamál Fjarðabyggðarhafna
Málsnúmer 2506008
Umræða tekin um lóðamál Fjarðabyggðarhafna.
7.
Fundur með Rarik
Málsnúmer 2509022
Stjórn Rarik og framkvæmdastjórn óska eftir að hitta bæjarstjóra ásamt fulltrúum Fjarðabyggðar á hádegisfundi þriðjudaginn 23. september.
8.
Umsögn breytinga á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum
Málsnúmer 2509011
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

Umsagnarfrestur er til og með 19.09.2025 og er bæjarstjóra falið að skila inn umsögn vegna málsins.
9.
Ályktanir aðalfundar NAUST 2025
Málsnúmer 2509012
Framlagðar ályktanir frá Náttúrverndarsamtökum Austurlands til kynningar.
10.
Bakhópar Sambands íslenskra sveitarfélga í umhverfismálum
Málsnúmer 2509057
Framlagður tölvupóstur frá sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningum Fjarðabyggðar í bakhópa sambandsins vegna úrgangsmála og hringrásarhagkerfis og annan um loftslagsmál. Fulltrúar Fjarðabyggðar verða Aron Leví Beck (Úrgangsmál og hringrásarhagkerfis) og Birgitta Rúnardóttir (Loftslagsmál).
11.
Sameiginlegur fundur sveitarstjórna Fjarðabyggðar og Fljótsdalshrepps
Málsnúmer 2406069
Framlögð til kynningar fundargerð frá sameiginlegum fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 29. ágúst sl.
12.
Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum 2025
Málsnúmer 2501180
Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 87.
13.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2022-2026
Málsnúmer 2205170
Breyting á nefndarskipan Framsóknarflokks 2022 - 2026.

Jón Kristinn Arngrímsson er tilnefndur sem varamaður í hafnarstjórn í stað Árna Björns Guðmundssonar.
14.
Fjölskyldunefnd - 37
Málsnúmer 2508020F
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 1. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.