Fara í efni

Bæjarstjórn

399. fundur
19. júní 2025 kl. 16:00 - 17:05
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Birgir Jónsson aðalmaður
Birta Sæmundsdóttir varamaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótasviðs
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 898
Málsnúmer 2506005F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 898 og 899 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Stefán Þór Eysteinsson óskaði eftir því að liður 5 í fundargerð 898 yrði tekin til umfjöllunar sérstaklega.

Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson

Fundargerðir bæjarráðs nr. 898 og 899, utan liðar 5 í fundargerð nr. 898 eru staðfestar með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 899
Málsnúmer 2506013F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 898 og 899 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman, utan liðar 5 í fundargerð 898.

Til máls tóku:Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson

Fundargerðir bæjarráðs nr. 898 og 899, utan liðar 5 í fundargerð nr. 898 eru staðfestar með 9 atkvæðum.
3.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 35
Málsnúmer 2506009F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar 11. júní tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.

Engin tók til máls.

Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 11. júní staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 327
Málsnúmer 2506008F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 10. júní tekin til umfjöllunar og afgreiðslu. Jón Björn Hákonarson vakti athygli á vanhæfi sínu varðandi lið 9 og var hann borinn upp sérstaklega.

Enginn tók til máls.

Fundargerð hafnarstjórnar frá 10. júní utan liðar 9, er staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Fjölskyldunefnd - 34
Málsnúmer 2505028F
Fundargerðir fjölskyldunefndar nr 34 og 35 eru teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Jóhanna Sigfúsdóttir vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liða 8 og 12. í fundargerð 35 og voru þeir liðir teknir fyrir sérstaklega.

Engin tók til máls.

Fundargerðir fjölskyldunefndar nr. 34 og 35 utan liðar 8 og 12 í fundargerð 35 er staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fjölskyldunefnd - 35
Málsnúmer 2506004F
Fundargerðir fjölskyldunefndar nr 34 og 35 eru teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Jóhanna Sigfúsdóttir vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liða 8 og 12. í fundargerð 35 og voru þeir liðir teknir fyrir sérstaklega.

Engin tók til máls.

Fundargerðir fjölskyldunefndar nr. 34 og 35 utan liðar 8 og 12 í fundargerð 35 er staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Ungmennaráð - 20
Málsnúmer 2503030F
Fundargerðir ungmennaráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Enginn tók til máls.

Fundargerðir ungmennaráðs nr. 20 og 21 staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Ungmennaráð - 21
Málsnúmer 2505024F
Fundargerðir ungmennaráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Engin tók til máls.

Fundargerðir ungmennaráðs nr. 20 og 21 staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Öldungaráð - 16
Málsnúmer 2504004F
Fundargerðir öldungaráðs nr. 16 og 17 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Engin tók til máls

Fundargerðir öldungaráðs frá nr. 16 og 17 eru staðfestar með 9 atkvæðum.
10.
Öldungaráð - 17
Málsnúmer 2505018F
Fundargerðir öldungaráðs nr. 16 og 17 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Engin tók til máls

Fundargerðir öldungaráðs frá 26. maí staðfest með 9 atkvæðum.
11.
Grenndaráhrif - Skorrastaðir 3E
Málsnúmer 2506018
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir afgreiðslu skipulags- og framkvæmdanefndar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar afgreiðslu skipulags- og framkvæmdanefndar á framkvæmd sem ekki er metin hafa grenndaráhrif vegna íbúðarhús við Skorrastaði 3E.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum afgreiðslu skipulags- og framkvæmdanefndar á mati á grenndaráhrifum.
12.
Byggingarleyfi Búðareyri 25 - breytt notkun
Málsnúmer 2410182
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir matslýsingu

Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar matslýsingu og tillögu á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 sem felur í sér breytt ákvæði fyrir reit AT-301 á Reyðarfirði þar sem rýmkaðar eru heimildir fyrir íbúðir og þjónustu á hluta reitsins.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum matslýsingu og tillögu á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna reitar AT-301 á Reyðarfirði.
13.
Kosning forseta bæjarstjórnar 2025 til 2026
Málsnúmer 2205291
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir kjöri forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Jón Björn Hákonarson er tilnefndur er sem forseti bæjarstjórnar. Aðrar tilnefningar eru ekki fram bornar.

Enginn tók til máls.

Aðrar tillögur voru ekki bornar fram og er kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs því staðfest með 9 atkvæðum.
14.
Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar 2025 til 2026
Málsnúmer 2205292
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir kjöri 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar. Tilnefnd eru sem fyrsti varaforseti: Þórdís Mjöll Benediktsdóttir og 2. varaforseti Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.

Aðrar tillögur voru ekki bornar fram og er kosning 1. og 2. varaforseta til eins árs staðfest með 9 atkvæðum
15.
Kosning bæjarráðs 2025 til 2026
Málsnúmer 2205293
Forseti bæjarstjórnar stýrði kjöri bæjarráðs til eins árs.
Lagt er til að bæjarráð skipi sem formaður, Ragnar Sigurðsson, sem varaformaður Jón Björn Hákonarson og sem aðalmaður Stefán Þór Eysteinsson.

Aðrar tillögur voru ekki bornar fram.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum kjör bæjarráðs en varamenn bæjarráðs eru bæjarfulltrúar samanber samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar.
16.
Sumarleyfi bæjarstjórnar
Málsnúmer 1606067
Tillaga forseta bæjarstjórnar að sumarfríi bæjarstjórnar.

Lagt er til að bæjarstjórn taki sumarfrí í júlí og hluta ágústmánaðar sbr. 7. gr. samþykkta Fjarðabyggðar og komi saman að nýju eftir sumarfrí, fimmtudaginn 21. ágúst 2025. Einnig er lagt til að bæjarráði verði falið ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðsla mála bæjarstjórnar meðan á sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu að sumarleyfi bæjarstjórnar