Fara í efni

Bæjarstjórn

401. fundur
4. september 2025 kl. 16:00 - 17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Birgir Jónsson aðalmaður
Arndís Bára Pétursdóttir varamaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Sigurjón Rúnarsson varamaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótasviðs
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 908
Málsnúmer 2508017F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 908 og 909 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Jóhanna Sigfúsdóttir vakti athygli á vanhæfi sínu varðandi lið 9 í fundargerð 908 og Þuríður Lillý Sigurðardóttir vakti athygli á vanhæfi sínu í lið 10 í sömu fundargerð. Voru þeir liðir því teknir fyrir sérstaklega.

Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson og Jón Björn Hákonarson.

Fundargerð bæjarráðs nr. 908 og 909 utan liða 9 og 10 í fundargerð 908. eru staðfestar með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 909
Málsnúmer 2508022F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 908 og 909 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Jóhanna Sigfúsdóttir vakti athygli á vanhæfi sínu varðandi lið 9 í fundargerð 908 og Þuríður Lillý Sigurðardóttir vakti athygli á vanhæfi sínu í lið 10 í sömu fundargerð. Voru þeir liðir því teknir fyrir sérstaklega.

Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson og Jón Björn Hákonarson.

Fundargerð bæjarráðs nr. 908 og 909 utan liða 9 og 10 í fundargerð 908. eru staðfestar með 9 atkvæðum.
3.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 39
Málsnúmer 2508019F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar nr. 39 frá 27. ágúst lögð fram til staðfestingar.

Engin tók til máls.

Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar nr. 39 staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Fjölskyldunefnd - 36
Málsnúmer 2508008F
Fundargerð fjölskyldunefndar nr. 36 frá 18. ágúst lögð fram til staðfestingar.

Engin tók til máls.

Fundargerð fjölskyldunefndar nr. 36 er staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Stjórn menningarstofu - 20
Málsnúmer 2508005F
Fundargerð stjórnar menningarstofu nr. 20 frá 18. ágúst lögð fram til staðfestingar.

Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson og Arndís Bára Pétursdóttir.

Fundargerð stjórnar menningarstofu nr. 20 er staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 1
Málsnúmer 2508144
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir viðauka.

Vísað frá bæjarráð til afgreiðslu bæjarstjórnar viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Viðaukinn felur í sér breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2025 vegna áhrifa af kjarasamningum á gildandi launaáætlun fyrir árið 2025.

a)
Úthlutun fjármagns vegna kjarasamninga til deilda í a- og b- hluta að fjárhæð 479,4 m.kr. af sameiginlegum kostnaði, fjárliður 21690.

Breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2025 eru að rekstrarniðurstaða a-hluta batnar um 25,3 m.kr. en lækkar um sömu fjárhæð í b-hluta og niðurstaða samstæðunnar er óbreytt.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
7.
Reglur Fjarðabyggðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra
Málsnúmer 2508022
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir drögum að regum um stuðning við börn og fjölskyldur.

Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum reglur um stuðning við börn og fjölskyldur.
Viðhengi
Minnisblað
8.
Reglur Fjarðabyggðar um stoðþjónustu
Málsnúmer 2508048
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglum um stoðþjónustu.

Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að reglum um stoðþjónustu.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum reglur um stoðþjónustu.
9.
Reglur Fjarðabyggðar um notendasamninga
Málsnúmer 2508021
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir drögum að reglum um notendasamninga.

Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að reglum um notendasamninga.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum reglur um notendasamninga.
Viðhengi
Minnisblað
10.
Deiliskipulag efri byggð Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 2302013
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir uppfærðu deiliskipulagi.

Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar uppfærðri greinagerð vegna deiliskipulags efri byggðar á Stöðvarfirði í samræmi við umsögn Minjastofnunar. Bæjarstjórn staðfesti skipulagið áður á fundi sínum 5. júní 2025.

Enginn tók til máls

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum deiliskipulag efri byggðar á Stöðvarfirði.
11.
Grenndarkynning vegna Blómsturvalla 31
Málsnúmer 2505144
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir staðfestingu grenndarkynningar

Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til staðfestingar bæjarstjórnar grenndarkynningu vegna Blómsturvalla 31 Norðfirði. Engar athugugasemdir voru gerðar.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum grenndarkynningu vegna Blómsturvalla 31.
12.
Grenndarkynning vegna Kvíabrekkur 1a
Málsnúmer 2505197
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir staðfestingu grenndarkynningar

Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til staðfestingar bæjarstjórnar grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingu á deiliskipulaginu Melur 1 á Reyðarfirði vegna Kvíabrekku 1a. Engar athugugasemdir voru gerðar.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum grenndarkynningu og óverulega breytingu á deiliskipulaginu.
13.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi smábátahöfn Bankastræti 5
Málsnúmer 2506082
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu á deiliskipulagi.

Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til staðfestingar bæjarstjórnar óverulegri breyting á deiliskipulagi smábátahafnar að Bankastræti 5 á Stöðvarfirði. Breyting er ekki talin hafa grenndaráhrif.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulagi smábátahafnar á Stöðvarfirði.
14.
Óveruleg breyting deiliskipulags miðbæjar Neskaupstaðar
Málsnúmer 2508151
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu á deiliskipulagi.

Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til staðfestingar bæjarstjórnar óverulegri breytingu deiliskipulags miðbæjar Neskaupstaðar vegna Þórhólsgötu 1a . Breyting er ekki talin hafa grenndaráhrif.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar í Neskaupstað.