Fjölskyldunefnd
36. fundur
18. ágúst 2025 kl. 16:15 - 18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Birgir Jónsson varaformaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Helga Rakel Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Húsnæði Nesskóla 2025
Vegna lokunar húsnæðis tónlistarskólans hefur þrengt að frístundastarfinu í Vinaseli, starfi tónlistarskólans (frá 2024) og starfi Nesskóla.
Fjölskyldunefnd samþykkir að starfsemi frístundaheimilisins Vinasels verði flutt tímabundið í Matthíasarborg á leikskólanum Eyrarvöllum á meðan unnið er að varanlegri lausn húsnæðismála í Nesskóla.
Fulltrúi Fjarðalistans situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun: Fjarðalistinn skilur aðstæður og nauðsyn þess að bregðast við húsnæðisvanda Nesskóla, en telur aðra valkosti ekki hafa verið skoðaða nægilega. Fjarðalistinn telur frekari gögn vanta til að taka endanlega afstöðu og situr því hjá við afgreiðslu málsins.
Fjölskyldunefnd samþykkir að starfsemi frístundaheimilisins Vinasels verði flutt tímabundið í Matthíasarborg á leikskólanum Eyrarvöllum á meðan unnið er að varanlegri lausn húsnæðismála í Nesskóla.
Fulltrúi Fjarðalistans situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun: Fjarðalistinn skilur aðstæður og nauðsyn þess að bregðast við húsnæðisvanda Nesskóla, en telur aðra valkosti ekki hafa verið skoðaða nægilega. Fjarðalistinn telur frekari gögn vanta til að taka endanlega afstöðu og situr því hjá við afgreiðslu málsins.
2.
Fundaáætlun fjölskyldunefndar haust 2025
Lögð fram drög að fundaáætlun fjölskyldunefndar fyrir haustið 2025. Fjölskyldunefnd samþykkir framlagða fundaáætlun.
3.
Aðalfundur SUM 2025
Fundargerð aðalfundar SUM lögð fram til kynningar.
4.
Stofnun undirbúningshóp fyrir stofnun farsældarráðs á Austurlandi
Fjölskyldunefnd tilnefnir Líneik Önnu Sævarsdóttur og Bergeyju Stefánsdóttur í undirbúningshóp fyrir stofnun farsældarráðs á Austurlandi.
5.
Beiðni um rekstrarstyrk til Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur
Fjölskyldunefnd getur því miður ekki samþykkt styrkbeiðnina að svo stöddu þar sem fjárheimild fyrir styrktarfé er fullnýtt.
6.
Reglur Fjarðabyggðar um stoðþjónustu
Lagðar fram reglur um stoðþjónustu í Fjarðabyggð skv. ábendingum sem fram komu í frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
7.
Reglur Fjarðabyggðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra
Lögð er fram tillaga að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur í Fjarðabyggð skv. ábendingum sem fram komu í frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn. Samhliða samþykkt í bæjarstjórn falla reglur um þjónustu stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn úr gildi.
8.
Reglur Fjarðabyggðar um notendasamninga
Lögð er fram tillaga að reglum um notendasamninga í Fjarðabyggð skv. ábendingum sem fram komu í frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn. Samhliða samþykkt í bæjarstjórn falla reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk úr gildi.