Fara í efni

Hafnarstjórn

327. fundur
10. júní 2025 kl. 16:00 - 17:38
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fyrirhugaðar framkvæmdir Loðnuvinnslunnar
Málsnúmer 2502033
Lagt fram minnisblað EFLU verkfræðistofu vegna fyrirhugaðra breytinga á löndunarhúsi og löndunarbúnaði Loðnuvinnslunnar við Strandarbryggju og Innri löndunarbryggju á Fáskrúðsfirði.
Hafnarstjórn tekur vel í erindi Loðnuvinnslunnar og vísar fjármögnun framkvæmdarinnar til fjárhagsáætlunar ársins 2026.
2.
Öryggismál hafna
Málsnúmer 2206100
Yfirferð og umræða um stöðu mála á úrbótum í öryggismálum Fjarðabyggðarhafna og aðgengismál þeirra og takmörkun umferðar um athafnasvæði. Jafnframt rætt um, merkingar og búnað á og við bryggjur.
Hafnarstjórn lýsir mikilli ánægju sinni með árangur í úrbótum á öryggismálum hafnanna þó verkefninu sé ekki lokið.
3.
Tiltekt og fegrun umráðasvæða hafna
Málsnúmer 2503122
Fjallað um tiltekt og fegrun umráðasvæða hafnanna samhliða átakinu vor í Fjarðabyggð.
Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með framgang í úrbótum á umhverfi hafnanna og hvetur til áframhaldandi fegrunar og bætingar á ásýnd hafnanna.
4.
Berunes kaup eignarhluta
Málsnúmer 2506008
Vísað frá bæjarráði til hafnarstjórnar kauptilboði í 5,5556% hluta jarðarinnar Berunes í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn samþykkir kauptilboðið og felur hafnarstjóra að undirrita samninga og skjöl sem tengist kaupunum með fyrirvara um nýtingu kaupréttar eigenda.
5.
Umsókn um lóð Hraun 12
Málsnúmer 2505117
Umsókn um byggingarlóð að Hrauni 12, Móeyrarhöfn, Reyðarfirði.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að eiga viðræður við umsækjendur og afla frekari upplýsinga.
6.
Aðalfundur Cruise Iceland 2025
Málsnúmer 2503239
Lögð fram fundargerð og gögn frá aðalfundi Cruise Iceland sem haldinn var 30.apríl síðastliðinn.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2026
Málsnúmer 2505143
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir hafnarstjórn.
Hafnarstjórn gerir ekki ráð fyrir breytingum á forsendum fjárhagsáætlunar frá því sem er fyrir árið 2025.
8.
Samgönguáætlun 2026-2030 endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir
Málsnúmer 2505039
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni um endurskoðun samgönguáætlunar 2006-2030 en hægt er að sækja um styrki til frumrannsókna og sjávarvarna.
Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að fara yfir þörf á endurbótum sjóvarna og ganga frá umsókn til Vegagerðarinnar þar um.
9.
Uppsetning á flotbryggjum við Suðurbæi í Norðfirði
Málsnúmer 2506055
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Framlagt erindi Hildibrands ehf. þar sem óskað er eftir stuðningi við uppsetningu og frágang flotbryggjufestingar við Suðurbæina á Barðsnesi til að auka og bæta aðgengi almennings að Gerpissvæðinu.
Hafnarstjórn tekur vel í erindið fyrir sitt leyti með vísan til reglna um styrki til viðhalds og endgerðar á bryggjum og felur stjórnanda hafna að vera í samskiptum við bréfritara.