Hafnarstjórn
328. fundur
11. ágúst 2025 kl. 16:00 - 17:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Leirubakki - Gatnagerð og veitulagnir
Farið yfir stöðu framkvæmda við gatnagerð og veitulagnir á Leirubakka, Eskifirði.
2.
Öryggismál hafna
Yfirferð og umræða um stöðu mála á úrbótum í öryggismálum Fjarðabyggðarhafna.
3.
Slipptaka Vattar 2025
Dráttarbáturinn Vöttur fór í slipp á Akureyri í byrjun sumars. Farið yfir það sem framkvæmt var og stöðuna á viðhaldi bátsins.
4.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Tukuma Arctica
Erindi frá Gáru fyrir hönd Royal Arctic Line dags. 24. júlí 2025 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Rasmus Bundgaard Hansen, skipstjóra á Tukuma Arctica. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
5.
Beiðni um styrk vegna sjómanndagsins í Neskaupstað
Ósk Sjómannadagsráðs Neskaupstaðar um styrk vegna hátíðahalda á sjómannadeginum 2025. Hafnarstjórn samþykkir að veita hefðbundinn styrk.
6.
Umsókn um styrk vegna Neistaflugs 2025
Umsókn um styrk vegna Neistaflugs 2025. Hafnarstjórn samþykkir að veita hefðbundinn styrk.
7.
Styrkumsókn - Útsæði 2025
Lögð fram styrkumsókn frá Útsæði - bæjarhátíð á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir að veita hefðbundinn styrk.
8.
Breyting á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla
Lögð fram til kynningar reglugerð um breytingu á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla.
9.
Lagarlíf 2025
Ráðstefnan Lagarlíf verður haldin í Hörpu dagana 30.september og 1.október næstkomandi. Hafnarstjórn samþykkir að fulltrúi Fjarðabyggðarhafna sæki ráðstefnuna.
10.
Cruise Iceland samantekt á tvíblöðungi
Lögð fram til kynningar samantekt frá Cruise Iceland.
11.
Cruise Europe ráðstefnan 2026
Árleg ráðstefna Cruise Europe verður haldin í Reykjavík 27.-29 maí 2026.
12.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025
Lögð fram til kynningar fundargerð 473. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands ásamt samþykkt stjórnar Hafnasambandsins varðandi strandsiglingar.