Hafnarstjórn
329. fundur
8. september 2025 kl. 16:00 - 17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Jón Kristinn Arngrímsson
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2026
Áframhaldandi umræða um starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2026. Starfsmönnum falið að vinna áfram að starfs- og fjárhagsáætlun 2026 og leggja fyrir að nýju.
2.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lögð fram gögn vegna valkosta við dýpkun. Til umfjöllunar í vinnu við starfs-og fjárhagsáætlun 2026 og undirbúning næstu skrefa í haust. Beðið er niðurstöðu EFLU vegna efnismagns og málið tekið fyrir þegar sú niðurstaða liggur fyrir.
3.
Hafnarvog Reyðarfirði
Lagðar fram upplýsingar um afhendingartíma í tengslum við kaup á bílavogum. Hafnarstjórn felur starfsmönnum að panta tvær bílavogir og setja upp.
4.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - MV Sigyn W
Erindi frá Torcargo ehf. dags. 1. september þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Viktor Tsurlia, skipstjóra á Mv Sigyn W. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
5.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju
Lögð fram til kynningar umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar.
6.
Beiðni um styrk - Ný Hafbjörg 2027
Tekið fyrir að nýju erindi frá Björgunarbátasjóði SVFÍ Neskaupstað þar sem óskað er eftir styrk vegna endurnýjunar á björgunarskipinu Hafbjörgu. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Björgunarbátasjóð SVFÍ Neskaupstað um fimm milljónir á ári í þrjú ár, samtals 15 milljónir. Áætlað er að nýtt björgunarskip komi árið 2027 og miðað er að því að greiðslu styrkja verði lokið við komu skipsins.
7.
Umsókn um styrk til menningarverkefna 2025
Framlögð beiðni Menningarstofu Fjarðabyggðar um styrk til fjögurra menningarverkefna á árinu 2025. Hafnarstjórn samþykkir umbeðinn styrk og felur jafnframt formanni og varaformanni hafnarstjórnar að móta tillögu um styrkjafyrirkomulag næsta árs og leggja fyrir hafnarstjórn á næsta fundi.
8.
Yfirferð og uppsetning fræðsluskilta
Vísað frá stjórn menningarstofu til hafnarstjórnar tillögu verkefnastjóra safna um sögu og myndaskilti í Neskaupstað, uppsetningu þeirra og beiðni um stuðning. Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur stjórnanda Fjarðabyggðarhafna og verkefnastjóra safna að vinna málið saman.
9.
Sjávarútvegsráðstefnan 2025
Sjávarútvegsráðstefnan 2025 verður haldin í Hörpu dagana 6.-7.nóvember næstkomandi. Formaður mun sækja ráðstefnuna.
10.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025
Fundargerð 474. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar