Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

33. fundur
14. maí 2025 kl. 23:15 - 00:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Benedikt Jónsson varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Málsnúmer 2504199
Vísað frá bæjarráði til kynningar samþykktri tillögu að skipulagi við vinnu fjárhagsáætlunar 2026 ásamt dagsetningum í ferlinu. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna og vísar til áfram haldandi vinnu á næsta fundi.
2.
Breyting á deiliskipulagi Nes 1 á Reyðarfirði
Málsnúmer 2505035
Minnisblað vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi Nes 1 á Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags,- og umhverfisdeildar að vinna málið áfram samkvæmt umræður á fundinum.
3.
Byggingarleyfi breytingar inni Skólavegur 57
Málsnúmer 2505022
Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga inni við Skólaveg 57, Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4.
Byggingarleyfi Kirkjuból 2 Bogaskýli
Málsnúmer 2505066
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bogaskemmu að Kirkjubóli 2, 736 Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
5.
Byggingarleyfi Búðareyri 25 - breytt notkun
Málsnúmer 2410182
Byggingarleyfi Búðareyri 25 - breytt notkun. Skipulags- og framkvæmdanefnd fellst á tillögu að breytingu á aðalskipulagi með það að markmiði að breyta skilmálum á landnotkunarflokki austan Leiruvogs og norðan Nesbrautar og felur skipulagsfulltrúa að afmarka breytinguna í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fund að nýju.
6.
Deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar Búðargata 3
Málsnúmer 2411122
Lagt fram til umræðu minnisblað stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar: Umsagnir og minnisblað við lok auglýsingar. Við kynningu óverulegrar breytingar á deiliskipulagi vegna lóðar á Búðargötu 3 komu fram ábendingar frá sóknarnefnd Reyðarfjarðarkirkju og nokkrum íbúum. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar þessar ábendingar og mun hafa þær til hliðsjónar við áframhaldandi úrvinnslu. Fram komu áhyggjur af aðgengismálum og lýsingu og tekur nefndin undir að það séu mikilvægir þættir sem skoða þarf vel við hönnun húsa, lóða og bílastæða. Nefndin leggur til að sóknarnefnd verði boðið til samtals vegna kirkju og safnaðarheimilis og vill eiga gott samstarf við sóknarnefndina um allar breytingar á svæðinu. Að öðru leyti er vísað til markmiða um byggðarmynstur sem sett eru fram í kafla 3.2.2 í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040. Þar kemur fram stefna um að beina þjónustu, verslun og íbúðum í miðbæi og byggja inn í eyður þar sem hentar, ásamt viðleitni til að þétta eldri byggð þar sem mögulegt er. Ljóst er að fara þarf varlega og vanda til verka, ekki aðeins vegna nálægðar við kirkju og safnaðarheimili heldur einnig vegna þess að um mikilvægt miðsvæði á Reyðarfirði er að ræða. Mikilvægt er að slík svæði séu nýtt vel og fram komi heilleg og aðlaðandi götumynd. Kirkjunni er mestur sómi sýndur með því að hún sé hluti af fallegum og lifandi miðbæ. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverhverfisdeildar að vinna málið áfram samhliða vinnu við deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar.
7.
Umsókn um stækkun á lóð að Þórhólsgötu 1A.
Málsnúmer 2505003
Umsókn um stækkun á lóð að Þórhólsgötu 1A. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða stækkun á lóð og kallar eftir uppdrætti af óverulegri breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Neskaupstaðar.
8.
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs ný áætlun 2025
Málsnúmer 2209007
Framlögð drög að svæðisáætlun um úrgangsmál á Austurlandi 2025 til 2035 lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórnum á svæðinu en sex vikna auglýsingaferli Svæðisáætlunarinnar er nú lokið. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Áætlunin fer nú í formlegt samþykktarferli innan sveitarstjórna Austurlands. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaða svæðisáætlun um úrgangsmál á Austurlandi 2025 til 2035 fyrir sitt leiti og vísar erindinu í bæjarráð.
9.
Könnun um stöðu loftslagsmála hjá sveitarfélögum
Málsnúmer 2504218
Framlögð könnun um stöðu loftslagsmála hjá sveitarfélögum. Óskað er eftir að hvert sveitarfélag svari könnuninni einu sinni. Niðurstöður könnunarinnar verða teknar heildrænt saman yfir landið en ekki eftir sveitarfélögum. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að svarar könnun.
10.
Skipulagsdagurinn 2025
Málsnúmer 2504237
Skipulagsdagurinn 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar boðið.