Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

34. fundur
28. maí 2025 kl. 23:15 - 01:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Benedikt Jónsson varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Byggingarleyfi Skuggahlíðarháls E11
Málsnúmer 2505130
Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarbústað við lóð E11, Skuggahlíðarhálsi. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
2.
Byggingarleyfi Hafnargata 1 viðbygging Fásk
Málsnúmer 2505162
Umsókn Loðnuvinnslunar um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hafnargötu 1, Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3.
Byggingarleyfi Blómsturvellir 31
Málsnúmer 2505144
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Blómsturvelli 31, Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnenda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að grenndarkynna byggingaráformin og leggja fyrir fund að nýju.
4.
Byggingarheimild niðurrif Mýrargata 8
Málsnúmer 2505180
Byggingarheimild niðurrif Mýrargata 8. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild til niðurrifs þegar öllum tilteknum gögnum hefur verið skilað.
5.
Byggingarheimild niðurrif Strandgata 62 Norðfirði
Málsnúmer 2505179
Byggingarheimild niðurrif Strandgata 62, Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild til niðurrifs þegar öllum tilteknum gögnum hefur verið skilað.
6.
Deiliskipulag efri byggð Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 2302013
Deiliskipulag efri byggð Stöðvarfjarðar lokið auglýsingu og svör við athugasemdum. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum. Málinu er vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
7.
Fjarskiptamastur Fárskrúðsfirði
Málsnúmer 2503147
Fjarskiptamastur Fárskrúðsfirði. Niðurstaða grenndarkynningar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhuguð áform um uppsetningu fjarskiptamasturs og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn. Stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar er falið að svara umsagnaraðilum.
8.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Skuggahlíðarháls, frístundabyggð
Málsnúmer 2505133
Lögð fram til samþykktar óveruleg breyting á deiliskipulagi Skuggahlíðarháls, frístundabyggð. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi. Breytingin er ekki talin hafa grenndaráhrif og vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
9.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Naust 1 - flugskýli
Málsnúmer 2505137
Lögð fram til samþykktar óveruleg breyting á deiliskipulagi Naust 1. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi. Breytingin er ekki talin hafa grenndaráhrif og vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn. Jákvæð umsögn Isavia liggur fyrir.
10.
Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2025
Málsnúmer 2409107
Farið yfir úthlutanir úr Framkæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025. Þrír staðir fengu úthlutað í Fjarðabyggð, Bleiksárfoss, Búðarárfoss og Streytishvarf. Farið yfir mögulega fjármögnun á verkefnunum. Skipulags- og framkvæmdanefnd fagnar úthlutunum sem Fjarðabyggð fékk úr Framkæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025. Nefndin felur sviðstjóra að vinna málið áfram.
11.
Framkvæmdaleyfi Helgustaðanáma þjónstuhús
Málsnúmer 2505021
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir þjónustuhús við Helgustaðanámu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
12.
Umsókn um að hafa klæddan gám á íbúðarhúsalóð
Málsnúmer 2411016
Mótmæli vegna fyrirhugaðra dagsekta. Vísað er til fyrri ákvörðunar um höfnun umsóknar vegna smáhýsis við Gilsbakka 7. Skipulags- og framkvæmdanefnd bendir á að fjarlægðarmörk nást ekki. Nefndin bendir einnig á að byggingarreglugerð fjallar sérstaklega um gáma og ekki er til staðar fordæmi sem skýra það að gámar geti, þrátt fyrir breytingar, talist smáhýsi. Nefndin telur mikilvægt að stefna að samræmi varðandi fyrirkomulag smáhýsa þar sem gætt sé að kröfum reglugerðar. Staðfest er ákvörðun um að fjarlægja beri gám af lóðinni Gilsbakki 7. Upphaf dagsekta, að fjárhæð kr. 20.000, miðast við 9. júní. 2025.
13.
Umsókn um lóð fyrir flugskýli á Norðfirði
Málsnúmer 2412155
Umsókn um lóð fyrir flugskýli á Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðarúthlutun með fyrirvara um óverulega breytingu á deiliskipulagi og vísar erindinu í bæjarráð.
14.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar 2026
Málsnúmer 2505170
Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdasviðs fyrir árið 2026. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram.
15.
Framkvæmdaleyfi Leirubakki Eskifirði
Málsnúmer 2505116
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu veitulagna og gatnagerð á nýju hafnarsvæði Eskifjarðar við Leirubakka. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
16.
Beiðni um styrk til strandblaksvallar í Reyðarfirði
Málsnúmer 2504001
Lagt fram erindi vegna strandblakvallar á Reyðarfirði. Staðsetning á íþróttasvæðinu á Reyðarfirði er samþykkt af hálfu forvígismanna. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti staðsetningu strandblakvallarins og vísar staðsetningu til skipulags- og framkvæmdanefndar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaða staðsetningu.
17.
Húsnæði Nesskóla 2025
Málsnúmer 2505069
Erindinu vísað frá fjölskyldunefnd til skipulags- og framkvæmdanefndar.

Bókun fjölskyldunefndar:Lagt fram erindi frá starfsmönnum Nesskóla varðandi húsnæði skólans og þrengsla vegna þess að ekki er hægt að nýta fyrri aðstöðu tónlistarskóla. Verið er að vinna að því að meta ástand húsnæðisins í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2026. Fjölskyldunefnd vísar erindinu til áframhaldandi vinnu innan skipulags- og framkvæmdasviðs og starfshópi um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram.
18.
Öldugata 6 - Niðurrif Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2402216
Öldugata 8 - Endurnýjun á niðurrifsheimild. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að endurnýja niðurrifsheimildina þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
19.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Melur 1
Málsnúmer 2505197
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Melur 1, Reyðarfirði lögð fram til staðfestingar. Grenndarkynningu við Kvíabrekku 1a er lokið. Engar athugugasemdir voru gerðar við fyrirhugaðarframkvæmdir. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti óverulega breytingu á deiliskipulagi Melur 1 og vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
20.
Byggingarleyfi Búðarmelur 1
Málsnúmer 2505195
Umsókn um byggingarleyfi og niðurstaða grenndarkynningar vegna 4 íbúðar raðhúss við Búðarmel 1, 730 Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað og vísar grenndarkynningu til afgreiðslu í bæjarstjórn.