Skipulags- og framkvæmdanefnd
35. fundur
11. júní 2025 kl. 16:15 - 18:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Benedikt Jónsson varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Lögbýlisumsókn Blávík
Framlögð endurnýjuð beiðni um umsögn vegna lögbýlisumsóknar. Skipulags- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform og felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að gera umsögn.
2.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Vísað frá bæjarráði til skipulags- og frakvæmdanefndar minnisblaði Verkís vegna endurskoðunar á hönnun ofanflóðamannvirkja í Nes- og Bakkagilum á Norðfirði, keiluraðir. Skipulags- og framkvæmdanefnd lýst vel á tillögu um að fjölga keilum.
3.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2025
Fundargerð 185. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
4.
Styrkur til að þróa viðskiptaáætlun og orkuskiptaplan
Styrkur til að þróa viðskiptaáætlun og orkuskiptaplan. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að vera í sambandi við verkefnastjóra Eyglóar.
5.
Byggingarleyfi Skorrastaðir 3E
Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús við Skorrastaði 3E. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Framkvæmdin er ekki talin hafa grenndaráhrif og erindinu vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
6.
Skipulag skógræktar í landinu
Skipulag skógræktar í landinu. Skipualgs- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir kynninguna og tekur undir mikilvægi þess að vernda þurfi íslenska náttúru.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar 2026
Önnur umræða um starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdasviðs fyrir árið 2026. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar yfirferð sviðstjóra.
8.
Byggingarleyfi Búðareyri 25 - breytt notkun
Lögð fyrir lýsing og tillaga á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 sem felur í sér breytt ákvæði fyrir reit AT-301 á Reyðarfirði þar sem rýmkaðar eru heimildir fyrir íbúðir og þjónustu á hluta reitsins. Skipulags= og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna gögnin í samræmi við ákvæði skipulagslaga og vísar erindinu í bæjarstjórn.