Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

36. fundur
23. júní 2025 kl. 16:15 - 17:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Birkir Snær Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Umsókn um styrk - Fráveita Eskifirði
Málsnúmer 2503172
Uppfærð kostnaðaráætlun og framkvæmdaráætlun fyrir hreinsivirki á Leirubakka. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir uppfærða kostnaðaráætlun og felur sviðsstjóra að koma verkinu af stað.
2.
Einangrun og kynding í Fjarðabyggðarhöllina
Málsnúmer 2403230
Farið yfir stöðuna á einangrun á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
3.
Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2506120
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 2 stk 20 feta kaffiaðstöðu/mötuneytis gámum. 6 stk 10 feta verkfæra gámar og 1 stk salernisgám. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
4.
Afnot af lóð Hjallaleira 3 bráðarbirgða tjaldsvæði
Málsnúmer 2506127
Afnot að lóð Hjallaleira 3 fyrir bráðabirgða tjaldsvæði vegna harmonikulandsmóts á Reyðarfirði fyrstu helgina í júlí. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir afnot að landi Hjallaleiru 3 meðan á landsmótinu stendur.
5.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Málsnúmer 2009034
Bráðabirgða tjaldsvæði í Neskaupstað. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða staðsetningu fyrir bráðabirgða tjaldsvæði. Um er að ræða túnið ofan við bakkaveg sem áður hefur verið notað sem bráðabirgða tjaldsvæði.