Skipulags- og framkvæmdanefnd
37. fundur
16. júlí 2025 kl. 10:00 - 12:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Stækkun iðnaðarsvæðis og athafnasvæðis við Hjallaleiru
Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 og breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis Nes 1 á Reyðarfirði, sbr. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til stendur að stækka austustu lóðirnar í deiliskipulaginu og hnika til lóðarmörkum nokkurra annarra lóða. Einnig verður gert ráð fyrir mön á austurjaðri svæðisins. Því þarf að stækka aðalskipulagsreitina AT-300 og I-300 um u.þ.b. 25 metra til austurs. Vegna áforma um breytta legu þjóðvegar fyrir botni Reyðarfjarðar stendur til að breyta vegtengingu svæðanna við Ægisgötu og færa hana austar.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir matslýsinguna fyrir sitt leyti og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir matslýsinguna fyrir sitt leyti og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
2.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Strandgata 46c ESK
Framlögð tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í stækkun lóðar nr. 46c að Strandgötu á Eskifirði í 1.062 fermetra. Breytingin felur ekki í sér grenndaráhrif gagnvart nágrönnum.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar á Eskifirði og vísar staðfestingu til bæjarráðs sem fer með umboð bæjarstjórnar í sumarleyfi.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar á Eskifirði og vísar staðfestingu til bæjarráðs sem fer með umboð bæjarstjórnar í sumarleyfi.
3.
Byggingarleyfi Flugskýli Norðfirði
Framlögð umsókn um byggingarheimild vegna flugskýlis, Norðfirði.
Skipulag- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
Skipulag- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4.
Byggingarleyfi viðbygging Mýrargata 21
Framlögð umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Mýrargötu 21, Norðfirði.
Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir ásamt því að leita umsagnar Veðurstofu er varða styrkingar vegna ofanflóða og leggja fyrir nefndina að nýju.
Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir ásamt því að leita umsagnar Veðurstofu er varða styrkingar vegna ofanflóða og leggja fyrir nefndina að nýju.
5.
Umsókn um lóð Hlíðarbrekka 5
Framlögð umsókn um lóðina Hlíðarbrekku 5 á Fáskrúðsfirði.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðarinnar og vísar umsókninni til afgreiðslu bæjarráðs.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðarinnar og vísar umsókninni til afgreiðslu bæjarráðs.
6.
Umsókn um lóð Hlíðarbrekka 7
Framlögð umsókn um lóðina Hlíðarbrekku 7 á Fáskrúðsfirði.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðarinnar og vísar umsókninni til afgreiðslu bæjarráðs.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðarinnar og vísar umsókninni til afgreiðslu bæjarráðs.
7.
Seley nýting æðavarps
Framlagt erindi leigutaka æðvarvarps í Seley vegna framlengingar á nýtingu æðavarps í samræmi við ákvæði samnings um þrjú ár.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að samningur verði framlengdur til samræmis við ákvæði samnings.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að samningur verði framlengdur til samræmis við ákvæði samnings.
8.
Æðavarp Hafranesi
Framlagt erindi vegna ágangs hrafns í æðarvarpi og hópsöfnun hans í kringum urðunarstað í Berunesi.
Vísað til sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs til úrbóta.
Vísað til sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs til úrbóta.
9.
Stækkun á kirkjugarðinum á Eskifirði
Framlagt bréf frá Sóknarnefnd Eskifjarðarkirkju vegna stækkunar á kirkjugarðinum á Eskifirði.
Skipulags- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindi sóknarnefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að ræða við fulltrúa hennar og að skoða mögulega deiliskipulagsgerð svæðisins.
Skipulags- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindi sóknarnefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að ræða við fulltrúa hennar og að skoða mögulega deiliskipulagsgerð svæðisins.
10.
Leikvellir og græn svæði á Neskaupstað
Vísað frá bæjarráði til skipulags- og framkvæmdanefndar bréfi Kvenfélagsins Nönnu vegna leikvalla og grænna svæða á Norðfirði.
Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt garðyrkjustjóra að skoða svæði í innri hluta Neskaupstaðar sem valkosti til að setja niður leikvöll og leggja fyrir nefndina að nýju.
Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt garðyrkjustjóra að skoða svæði í innri hluta Neskaupstaðar sem valkosti til að setja niður leikvöll og leggja fyrir nefndina að nýju.
11.
Búðarvegur jarðvinna og lagnir verðkönnun
Lagðar fram niðurstöður verðkönnunar vegna jarðvinnu og lagna vegna Búðarvegs á Fáskrúðsfirði.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir niðurstöður verðkönnunar og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að ganga frá samningi við bjóðanda og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir niðurstöður verðkönnunar og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að ganga frá samningi við bjóðanda og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings.
12.
Strandgata jarðvinna og lagnir verðkönnun
Framlögð niðurstaða verðkönnunar vegna jarðvinnu og lagna í Strandgötu í Neskaupstað.
Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að ræða við bjóðanda um verkið og ganga frá samningi um verkið og bæjarstjóra falin undirritun hans.
Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að ræða við bjóðanda um verkið og ganga frá samningi um verkið og bæjarstjóra falin undirritun hans.
13.
Vatnsveitumál í Mjóafirði
Fjallað um rekstur og stöðu vatnsveitu í Mjóafirði.
Skipulags- og framkvæmdanefnd vísar máli til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og framkvæmdanefnd vísar máli til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.
14.
Boð á Umhverfisþing
Framlagt til kynningar boð á umhverfisþing 2025.
Nefndin sendir fulltrúa á þingið.
Nefndin sendir fulltrúa á þingið.
15.
Ársskýrsla HAUST 2024
Framlögð til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2024.