Skipulags- og framkvæmdanefnd
38. fundur
14. ágúst 2025 kl. 12:00 - 12:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Ívar Dan Arnarson varamaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Byggingarleyfi Mjöldragari Hafnargata 1 - 750
Umsókn um byggingarheimild fyrir mjöldragara við Hafnargötu 1, Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
2.
Byggingarleyfi Blómsturvellir 31
Umsókn um byggingarleyfi vegna Blómsturvalla 31 Norðfirði. Grenndarkynningu er lokið og engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd vísar niðurstöðu grenndarkynningar í bæjarstjórn og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3.
Byggingarleyfi Bakkabakki 3 viðbygging
Umsókn um byggingarheimild fyrir viðbyggingu við Bakkabakka 3, Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir Bakkabakka 1, 5 og 7 og leggja fyrir nefnd að nýju.
4.
Framkvæmdaleyfi ljósleiðari Lönd, Stöðvarfirði
Framkvæmdaleyfi ljósleiðari Lönd, Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
5.
Umsókn um stöðuleyfi
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á gámasvæði Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi og felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að gefa út stöðuleyfi.
6.
Umsókn um stöðuleyfi
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á gámasvæði Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi og felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að gefa út stöðuleyfi.
7.
Ársreikningur Fenúr 2024
Ársreikningur Fenúr lagður fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.