Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

40. fundur
10. september 2025 kl. 16:00 - 17:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar 2026
Málsnúmer 2505170
Lagt fram bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2026. Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
2.
Aðalskipulag breyting tjaldsvæði Eskifirði
Málsnúmer 2401199
Lögð fram tillaga á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 vegna tjaldsvæðis á Eskifirði og nýrrar byggðar í deiliskipulagsáfanganum Dalur 3. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna í samræmi við ákvæði 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
3.
Byggingarleyfi viðbygging Mýrargata 21
Málsnúmer 2507028
Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Mýrargötu 21. Grenndarkynningu lokið, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað og vísar niðurstöðu grenndarkynningar til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
4.
Villikettir Fjarðabyggð
Málsnúmer 2508028
Drög að nýjum samningi við Villiketti. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir samninginn fyrirvara um lítilsháttar breytingar eftir umræður á fundinum.
5.
Framkvæmdaleyfi grjótvarnir Norðfjarðaá
Málsnúmer 2505078
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir grjótvarnir Norðfjarðaá. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
6.
Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2502199
Umsókn um stöðuleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út stöðuleyfissamning til eins árs þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
7.
Umhverfisviðurkenning 2025
Málsnúmer 2509024
Umhverfisviðurkenning 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar málinu.
8.
Forkaupsréttur fasteigna
Málsnúmer 2508036
Vísað frá bæjarráði til skipulags- og framkvæmdanefndar vinnu við uppfærslu á forkaupsréttarlista Fjarðabyggðar. Minnisblað stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar lag fram. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu að uppfærðum forkaupsréttarlista og vísar erindinu í bæjarráð.
9.
Umsókn um lóð Búðarmelur 31
Málsnúmer 2509074
Umsókn um lóð að Búðarmel 31, 730 Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir umsóknina og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
10.
Hjólabraut á Norðfirði
Málsnúmer 2509076
Umsókn um lóð fyrir hjólabraut á Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að setja sig í samband við umsækjanda.
11.
Framkvæmdaleyfi háspennustrengur frá Ormsstöðum að Glúfraborg
Málsnúmer 2509107
Umsókn um háspennustreng frá Ormsstöðum að Glúfraborg. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.