Stjórn menningarstofu
18. fundur
26. maí 2025 kl. 21:00 - 22:10
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Árni Pétur Árnason embættismaður
Anna Karen Marinósdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Framhaldið vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Umræða tekin um forgangsverkefni og framkvæmdir við söfn.
Stjórn felur bæjarritara að móta tillögur fyrir næsta fund stjórnar vegna fjárhagsáætlunar 2026 í samræmi við umræður á fundum stjórnar um áhersluverkefni næsta árs.
Stjórn felur bæjarritara að móta tillögur fyrir næsta fund stjórnar vegna fjárhagsáætlunar 2026 í samræmi við umræður á fundum stjórnar um áhersluverkefni næsta árs.
2.
Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025 2026
Framlagt minnisblað verkefnastjóra safna um endurgjaldslaus afnot af söfnum einn dag á hverju tímabili. Umræða tekin um þessi afnot ásamt því að tengja þau við viðburði í söfnum og hvatningu til almennings að nýta söfnin til afþreyingar.
Stjórn samþykkir að veittur sé afsláttur frá gjaldskrá þannig að hvert safn hafi safnið opið einn dag á endurgjalds sumarið 2025. Hver dagur sé valinn út frá starfsemi hlutaðeigandi safns.
Stjórn samþykkir að veittur sé afsláttur frá gjaldskrá þannig að hvert safn hafi safnið opið einn dag á endurgjalds sumarið 2025. Hver dagur sé valinn út frá starfsemi hlutaðeigandi safns.
3.
Dagskrá gönguvikunnar 2025
Framlögð drög að dagskrá gönguvikunnar 2025 og ósk frá forráðamönnum hennar um að Íslenska stríðsárasafnið verði opið án endurgjalds fyrir gesti hennar á kvöldvöku.
Stjórn vísar til samþykkis fyrir endurgjaldslausum degi en að auki styður safnið við dagskrá gönguvikunnar með því að hafa opnun án endurgjalds meðan á kvöldvökunni á Reyðarfirði stendur.
Stjórn vísar til samþykkis fyrir endurgjaldslausum degi en að auki styður safnið við dagskrá gönguvikunnar með því að hafa opnun án endurgjalds meðan á kvöldvökunni á Reyðarfirði stendur.
4.
Útilistaverk á sementstanka
Tekið fyrir að nýju umfjöllun um útilistaverk á sementstanka við Ægisgötu á Reyðarfirði og hugmyndir listamanna. Stjórn fól forstöumanni að vinna að málinu ásamt verkefnastjóra.
Eigendur hafa veitt leyfi sitt fyrir uppsetningu á verkinu og gert er ráð fyrir að vinna við framkvæmdina hefjist í júní og verði lokið fyrir mánaðarmótin júní júlí. Bæjarritara falið að ganga frá samkomulagi við listamanninn um verkið.
Eigendur hafa veitt leyfi sitt fyrir uppsetningu á verkinu og gert er ráð fyrir að vinna við framkvæmdina hefjist í júní og verði lokið fyrir mánaðarmótin júní júlí. Bæjarritara falið að ganga frá samkomulagi við listamanninn um verkið.
5.
Flutningur muna Safnahússins úr Gylfastöðum
Framlögð til kynningar drög að minnisblaði um flutningi muna úr Strandgötu 62 á Norðfirði yfir í Atóm að Hafnarbraut 4. Búið er að fara yfir framkvæmdina með sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs.
Stjórn felur verkefnastjóra safna og bæjarritara að vinna á skipulagningu með skipulags- og framkvæmdasviði og flutningum safnmuna.
Stjórn felur verkefnastjóra safna og bæjarritara að vinna á skipulagningu með skipulags- og framkvæmdasviði og flutningum safnmuna.
6.
Umsókn um styrk vegna sóknar fyrir valdeflandi listasmiðjur í Fjarðabyggð
Barnamenningarsjóður hefur veitt styrkt að fjárhæð 1.835.000 kr. til listasmiðja Menningarstofu en sótt var um styrk til þeirra.
Stjórn fagnar því að fengist hafi styrkur til listasmiðjanna og þakkar veittan styrk.
Stjórn fagnar því að fengist hafi styrkur til listasmiðjanna og þakkar veittan styrk.
7.
Verkefni menningarstofu 2025
Framlögð skýrsla menningarstofu um framvindu verkefna síðust mánaða ásamt því sem framundan er. Verkefnastjóri menningarmála fylgdi greinargerð úr hlaði.
Stjórn þakkar greinargóða lýsingu verkefna og fagnar góðri framvindu í menningarlífinu.
Stjórn þakkar greinargóða lýsingu verkefna og fagnar góðri framvindu í menningarlífinu.
8.
Leikskólaverkefnið 2025
Framlögð til kynningar greinargerð um verkefnið leikur að orðum sem haldið var í vor og leikskólar Fjarðabyggðar og Múlaþings tóku þátt í verkefninu og voru nemar skólanna flytjendur.
Stjórn lýsir yfir mikill ánægju með verkefnið og þakkar starfsmönnum umhald og skipulagningu þess og hvetur til þess að verkefnið verði árviss viðburður.
Stjórn lýsir yfir mikill ánægju með verkefnið og þakkar starfsmönnum umhald og skipulagningu þess og hvetur til þess að verkefnið verði árviss viðburður.
9.
Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2025
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna ásamt skýrslur stjórnar þar sem fjallað var gagnasafnskerfið Sarp.