Fara í efni

Stjórn menningarstofu

19. fundur
16. júní 2025 kl. 14:00 - 15:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Árni Pétur Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Viðurkenning safna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2503092
Guðbrandur fór yfir aðdraganda og vinnu við sameiningu safna í Reykjavík sem voru fimm einingar fyrir sameiningu.
Stjórnin þakkar góða kynningu. Vísað til áframhaldandi umfjöllun um framþróun og viðurkenningu minjasafna Fjarðabyggðar til eflingu þeirra og faglegs starfs.
2.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Málsnúmer 2206071
Tekið fyrir að nýju frá fyrri fundi. Farið yfir fjármögnun og skipulag framkvæmda næstu mánaða. Lagt fram minnisblað um verkefnið. Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs ásamt fasteignafulltrúa mæta á fund og fóru yfir undirbúning, skipulag og framkvæmd.
Stjórn felur bæjarritara ásamt formanni að vinna málið áfram með skipulags- og framkvæmdasviði.

3.
Þjónustusamningur við Sjóminjasafn 2024-2026
Málsnúmer 2503175
Frá síðasta fundi. Farið yfir áform um framtíð Sjóminjasafns Austurlands og fund.
Stjórn samþykkir að tilnefna sem fulltrúa í stjórn Sjóminjasafns Austurlands Jón Björn Hákonarson formann stjórnar menningarstofu og Kömmu Dögg Gísladóttur.
4.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Málsnúmer 2504199
Framhaldið umræðu um gerð fjárhagsáætlunar fyrir menningarmálaflokkinn árið 2026.
Framlagt minnisblað um tillögur að breytingum fyrir næsta fjárhagsár.
Stjórnin fór yfir forsendur og samþykkir að vísa minnisblaði sem tillögum sínum til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
5.
Umsókn um styrk til Stöð í Stöð 2025
Málsnúmer 2503086
Framlögð að nýju beiðni frá Stöð í Stöð um aukið framlaga til bæjarhátíðarinnar.
Stjórn vísar til fyrri samþykktar sinnar um styrkveitingar en felur bæjarritara að fara yfir styrkveitinguna og vera í sambandi við forsvarsmenn hátíðarinnar.