Stjórn menningarstofu
20. fundur
18. ágúst 2025 kl. 14:00 - 15:50
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Verkefni menningarstofu 2025
Verkefnastjóri fór yfir verkefni sumarsins hjá menningarstofu og það sem er á döfinni næstu vikur.
Stjórn þakkar fyrir góða kynningu og starfsmönnum hennar fyrir vel heppnuð verkefni í menningarlífinu í sumar.
Stjórn þakkar fyrir góða kynningu og starfsmönnum hennar fyrir vel heppnuð verkefni í menningarlífinu í sumar.
2.
Skjalasafn Fjarðabyggðar
Framhaldið umræðu um stöðu endurgerðar Lúðvíkshúss og hlutverk þess sem framtíðarskjalasafns Fjarðabyggðar, Skjala- og myndasafns Norðfjarðar og Myndasafns Eskifjarðar. Farið yfir hugmyndir að opnun hússins sem verður á næstu vikum.
3.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Farið yfir tillögur hönnuða að nýju stríðsárasafni.
Stjórn fagnar þeirri vinnu sem lokið er og tekur málið fyrir að nýju þegar frekari útfærslur liggja fyrir.
Stjórn fagnar þeirri vinnu sem lokið er og tekur málið fyrir að nýju þegar frekari útfærslur liggja fyrir.
4.
Yfirferð og uppsetning fræðsluskilta
Framlagt minnisblað verkefnastjóra safna um sögu- og myndaskilti sem eru nú þegar í eigu Fjarðabyggðar og hafa staðið í Neskaupstað. Tillaga er um að skiltin verði sett upp víðsvegar um bæinn og óskað verði eftir undirstöðum fyrir myndirnar hjá hafnarsjóði.
Stjórn lýst vel á hugmyndina og fer þess á leit við Fjarðabyggðahafnir að menningarstofu verði lánaðar undirstöður fyrir myndirnar.
Stjórn lýst vel á hugmyndina og fer þess á leit við Fjarðabyggðahafnir að menningarstofu verði lánaðar undirstöður fyrir myndirnar.
5.
Skipun stjórnar Tónlistarmiðstöðvar
Stjórn menningarstofu leggur til breytingar á skipan Tónlistarmiðstöðvar Austurlands.
Aðalmenn verði Gunnar Jónsson, Jóhann G. Harðarson og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir. Varamenn verði Þórður Vilberg Guðmundsson, Árni Pétur Árnason og Anna Marín Þórarinsdóttir.
Aðalmenn verði Gunnar Jónsson, Jóhann G. Harðarson og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir. Varamenn verði Þórður Vilberg Guðmundsson, Árni Pétur Árnason og Anna Marín Þórarinsdóttir.
6.
Bæjarhátíðir í Fjarðbyggð
Fjallað um fyrirkomulag styrkveitinga til bæjarhátíða og fjárhæðir til hátíðanna.
Stjórn tekur málið til umfjöllunar áfram í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2026.
Stjórn tekur málið til umfjöllunar áfram í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2026.
7.
Kynningarfundur nýrrar gjaldskrá Þjóðskjalasafns
Framlögð til kynningar gögn frá Þjóðskjalasafni vegna breytingar á gjaldskrá safnsins.