Fara í efni

Stjórn menningarstofu

21. fundur
8. september 2025 kl. 14:00 - 15:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Árni Pétur Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Ný heimasíða fyrir Fjarðabyggð 2023
Málsnúmer 2303098
Upplýsingafulltrúi fór yfir drög að nýrri heimasíðu Fjarðabyggðar.
Stjórn menningarstofu lýsir ánægju með nýja heimasíðu og þakkar upplýsingafulltrúa. Stefnt er að því að setja heimasíðuna formlega í loftið í lok september.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2026
Málsnúmer 2508192
Framlagðir rammar fjárhagsáætlunar fyrir menningarmál á árinu 2026.
Stjórn felur bæjarritara að hefja vinnu við gerð áætlunarinnar fyrir árið 2026 og leggja fyrir stjórn drög að áætlun til staðfestingar.
3.
Gjaldskrá safna 2026
Málsnúmer 2508018
Umfjöllun um gjaldskrá safna 2026. Samræmingu verðlagningar og gjaldskráa.
Stjórn samþykkir samræmingu á gjaldskrá safna í Fjarðabyggð og samræmingu á ársmiðum í söfnin. Stjórn tekur umfjöllun um gjaldskrá ársins 2027 á næsta fundi.
4.
Samhæfing safna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2505090
Farið yfir upplýsingar sem Sara Blöndal hefur tekið saman um stöðu safna og forvörslu muna þeirra.
Stjórn þakkar fyrir upplýsingarnar og vísar þeim til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð ársins 2026 og áherslur stjórnarinnar.
5.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Málsnúmer 2206071
Kynnt staða vinnu við hönnun og skipulag endurgerð Íslenska stríðsárasafnsins.
6.
Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum
Málsnúmer 2502162
Fjallað um stöðu viðurkenningar Safnaráðs á Sjóminjasafni Austurlands.
Stjórn leggur áherslu á að við vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026 verði horft til þess markmiðs að söfn Fjarðabyggðar nái viðurkenningu Safnaráðs eftir forgangsröð sem stjórnin ákveður samhliða þeirri vinnu.
7.
Skapandi sumarstörf 2024
Málsnúmer 2409017
Framlögð til umfjöllunar skýrsla um verkefni skapandi sumarstarfa sumarið 2025.
Stjórn þakkar greinargóða skýrslu og árangursríkt starf á árinu.
Stjórn felur starfsmönnum menningarstofu að hafa skýrsluna til hliðsjónar við skipulagningu starfsins á næsta ári.