Fara í efni

Bæjarráð

480. fundur
4. júlí 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Elvar Jónsson Varamaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fjárhagsrammar ársins 2017 ræddir. Farið yfir efnahagslegar forsendur fyrir áríð 2017.
2.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fjármál sveitarfélagsins rædd.
3.
Verðfyrirspurn á innheimtuþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana
Málsnúmer 1606019
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir niðurstöðu verðfyrirspurnar á kaupum á innheimtuþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana sem var gerð 22. júní 2016. Jafnframt lagt fram mat fjármálastjóra um að hagkvæmast sé að ganga að tilboði Motusar.
Bæjarráð samþykkti þann 26. maí 2015 að gerð yrði verðfyrirspurn fyrir sveitarfélagið á innheimtuþjónustu. Niðurstöður verðfyrirspurnar liggja fyrir og staðfestir bæjarráð að Motus verði falið að annast innheimtuþjónustu sveitarfélagsins.
4.
Egilsbúð - viðhaldsmál
Málsnúmer 1601270
Samningur um viðhald Egilsbúðar lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að aðlaga verkáætlun þannig að verki sé lokið árið 2017 ásamt því að undirrita hann.
5.
Atvinnu- og þróunarstjóri í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1310127
Framlögð tillaga bæjarstjóra að ráðningu atvinnu- og þróunarstjóra Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að ráða Helgu Guðrúnu Jónasdóttur sem atvinnu- og þróunarstjóra frá og með 1. september nk.
6.
230 ára afmæli Eskifjarðarkaupstaðar
Málsnúmer 1605005
Framlagt bréf Íbúasamtaka Eskifjarðar þar sem óskað er eftir 400.000 kr. fjárframlagi til hátíðarhalda í tengslum við 230 ára afmæli Eskifjarðar 18. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja 230 ára afmælishátíð Eskifjarðar með 250.000 kr. fjárframlagi. Útgjöldum mætt af liðnum óráðstafað 21690.
7.
Franskir dagar og Íslandshátíð í Gravelines 2016
Málsnúmer 1605002
Ákvörðun um ferð til Gravelines 23. til 25. september 2016 tekin fyrir.
Bæjarráð samþykkir að Páll Björgvin Guðmundsson og Jón Björn Hákonarson verði fulltrúar Fjarðabyggðar til Gravelines ásamt fulltrúa frá Frönskum dögum.
8.
Vinabæjarmót í Stavanger 5.- 7.október 2016
Málsnúmer 1604132
Vinabæjarmót í Stavanger verður 5. til 7. október nk.
Bæjarráð samþykkir að Páll Björgvin Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson og Jens Garðar Helgason verði fulltrúar Fjarðabyggðar á vinabæjarmótinu.
9.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2014 - 2018
Málsnúmer 1406123
Breyting á skipan Framsóknarflokks.
Pálína Margeirsdóttir tekur sæti í bæjarstjórn frá og með 1. júlí 2016 og tekjur jafnframt við formennsku í fræðslunefnd að nýju. Aðalheiður Vilbergsdóttir verður að nýju varamaður í fræðslunefnd.