Bæjarráð
482. fundur
25. júlí 2016
kl.
11:00
-
00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
Varamaður
Valdimar O Hermannsson
Varaformaður
Gunnlaugur Sverrisson
Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
735 Leirubakki 4 - umsókn um lóð
Beiðni Eskju um skiptingu og frestun á greiðslu hluta gatnagerðargjalda, til ársins 2017, vegna byggingar á uppsjávarfrystihúsi fyrirtæksins. Gert er ráð fyrir að gatnagerðargjaldið verið að fullu greitt í byrjun árs 2017. Bæjarráð leggst ekki gegn frestun á greiðslu gjaldsins og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins.
2.
Komur skemmtiferðaskipa 2016
Bréf Kristins Þórs Jónassonar er varðar komur skemmtiferðaskipa til Eskifjarðar. Rætt um markaðssetningu Eskifjarðarhafnar sem skemmtiferðaskipahafnar en ekki hefur verið breytt um áherslur í markaðssetningu hafnarinnar. Á þessu ári munu fjögur skemmtiferðaskip koma til Eskifjarðar og á næsta ári eru þegar bókaðar komur átta skipa. Erindi er jafnframt vísað til hafnarstjórnar.
3.
Ósk um upplýsingar vegna framkvæmda við Hlíðarendaá og Ljósá á Eskifirði
Fyrir liggur tölvupóstur frá Ragnheiði Kristjánsdóttur íbúa á Eskifirði, beiðni um upplýsingar vegna framkvæmda við Hlíðarendaá og Ljósá á Eskifirði. Um hönnun á umhverfisfrágangi og umhverfisfegrun við Hlíðarendaá sá Landmótun, verktaki var Héraðsverk og eftirlit með framkvæmdum var á höndum Verkís. Kynningarfundur vegna framkvæmda við Hlíðarendaá var haldinn 2.mars 2016. Deiliskipulagstillaga vegna Hlíðarendaár var til sýnis frá 24. mars til 5. maí 2016 og frestur veittur til athugasemda.
Stefnt er á að bjóða út framkvæmdir við Ljósá haustið 2016 en Ljósárverkefnið var kynnt á íbúafundi 9.mars 2016. Settar verða upplýsingar um framkvæmd Ljósárverkefnisins á heimasíðu sveitarfélagsins, þegar þær liggja fyrir. Erindi er vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Stefnt er á að bjóða út framkvæmdir við Ljósá haustið 2016 en Ljósárverkefnið var kynnt á íbúafundi 9.mars 2016. Settar verða upplýsingar um framkvæmd Ljósárverkefnisins á heimasíðu sveitarfélagsins, þegar þær liggja fyrir. Erindi er vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Auglýst hefur verið eftir verkefnastjóra svæðisskipulags Austurlands. Næsta skref er að ganga frá skipan svæðisskipulagsnefndar en gert er ráð fyrir tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 10. ágúst nk.
Skipan í hópinn tekin fyrir á næsta fundi.
Skipan í hópinn tekin fyrir á næsta fundi.
5.
Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs er varðar framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir. Vísað til bæjarstjóra til frekari skoðunar. Lagt fyrir bæjarráð að því loknu. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
6.
740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting - stækkun reits O5 á Kirkjubólseyrum í Norðfirð
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting vegna stækkunar reits O5 á Kirkjubólseyrum í Norðfirði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dagsett 13. júní 2016. Tillagan verður auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir breytingu á Aðalskipulagi vegna stækkunar á reit 05 á Kirkjubólseyrum í Norðfirði.
7.
740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi Kirkjubóls, hesthúsa og búfjársvæði, skipulagsuppdráttur og greinargerð, dagsett 13. júní 2016, til auglýsingar. Málsmeðferð verði í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir tillögu að deiliskipulagi Kirkjubóls og að hún verði auglýst.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir tillögu að deiliskipulagi Kirkjubóls og að hún verði auglýst.
8.
730 Fagradalsbraut 10 og 12 - umsókn um lóðir
Lögð fram lóðarumsókn Stefáns Hrafnkelssonar, dagsett 18. júlí 2016, þar sem sótt er um lóðirnar við Fagradalsbraut 10 og 12 á Reyðarfirði til að byggja hesthús. Fyrirhuguð notkun er í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum að Fagradalsbraut 10 og 12 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóða.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóða.
9.
750 Skólavegur 12 -Byggingarleyfi- sólpallur og skjólveggur
Grenndarkynningu, vegna byggingarleyfisumsóknar Heimis Hjálmarssonar, dagsett 13. júní 2016, þar sem sótt var um leyfi til að byggja pall við hús hans að Skólavegi 12 á Fáskrúðsfirði með 1,4 m hárri skjólgirðingu á austur, vestur og suðurhlið, er lokið. Athugasemd barst frá eiganda Skólavegar 14. Lagt fram bréf KRST Lögmanna, dagsett 30. júní 2016. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa vegna athugasemda, dagsett 18. júlí 2016. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemdir lóðarhafa Skólavegar 14 séu ekki þess eðlis að hafna beri byggingarleyfisumsókn lóðarhafa Skólavegar 12.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir byggingarleyfisumsókn Heimis Hjálmarssonar.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir byggingarleyfisumsókn Heimis Hjálmarssonar.
10.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2016
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 65 frá 14.júlí 2016, samþykkt í umboði bæjarstjórnar.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 149
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 149 frá 21.júlí 2016, samþykkt í umboði bæjarstjórnar.