Bæjarráð
483. fundur
8. ágúst 2016
kl.
09:00
-
00:00
í Egilsbraut 1, Neskaupstað
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Valdimar O Hermannsson
Varaformaður
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson
Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Dekkjakurl á spark- og knattspyrnuvöllum í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna framkvæmda við að fjarlægja dekkjakurl af sparkvöllum. Hreinsa þarf upp kurl á öllum sparkvöllunum fimm . Bæjarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdina og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og fjármálastjóra að fara yfir fjárhagslega hlið málsins.
2.
Þinghólsvegur 3 - kauptilboð
Nýtt kauptilboð í Þinghólsveg 3 í Mjóafirði, frá Samúel Fjallmann Sigurðssyni og Láru Björnsdóttur. Bæjarráð samþykkir tilboð Samúels og Láru að fjárhæð kr. 4.000.000.-
3.
Franskir dagar og Íslandshátíð í Gravelines 2016
Lagt fram þakkarbréf Sendiherra Frakka á Íslandi vegna Franskra Daga 2016.
4.
Norðfjarðarflugvöllur - klæðning
Lögð fram til kynningar endanleg samningsdrög milli Fjarðabyggðar og Isavia. Stefnt er að verklokum í júlí 2017.
5.
Kaup á myndefni úr Fjarðabyggð
Kynning á myndefni úr Fjarðabyggð. Þórarinn Hávarðsson kom á fundinn og kynnti myndefni í hans eigu. Um er að ræða upptökur frá árunum 1983 til 2004 en meginefnið er frá árunum 1989 til 2002. Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og safnanefndar með ósk um umsögn.