Fara í efni

Bæjarráð

486. fundur
29. ágúst 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Varamaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Drög að úthlutun fjárhagsramma 2017 til nefnda fram lagður og kynntur.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2017.
2.
Skammtímafjármögnun 2016
Málsnúmer 1608109
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 15.8. að leita verði eftir skammtímafjármögnun vegna endurgreiðslu á erlendum lánum hjá Lánasjóði sveitarfélaga til næstu 7 mánaða að upphæð 708 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir lántökuna fyrir sitt leyti og vísar henni bæjarstjórnar. Jafnframt er fjármálastjóra falið að semja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna breytinga á fjármögnun.
3.
Reglur Fjarðabyggðar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings
Málsnúmer 1602033
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, reglur um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings. Reglurnar voru unnar í samráði við íþrótta- og tómstundanefnd, formenn íþróttafélaga í Fjarðabyggð og forstöðumenn íþróttamiðstöðva. Einnig lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um fyrirkomulag "öldungablaks".
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Rekstur hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar
Málsnúmer 1608073
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Vísað frá félagsmálanefnd. Minnisblað framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila er varðar rekstur Hulduhlíðar á Eskifirði.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna að málinu og leggja það fyrir félagsmálanefnd og bæjarráð að nýju.
5.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Málsnúmer 1411143
Framlagt minnisblað um hönnun ljósleiðarkerfis í dreifbýli Fjarðabyggðar ásamt tengdum gögnum. Gögn eru trúnaðarmál.
Vísað til áframhaldandi vinnu.
6.
Fyrirkomulag fjallskila og gangnaboð, 2016
Málsnúmer 1608074
Framlagt gangnaboð landbúnaðarnefndar sem tillaga að fjallskilum í Fjarðabyggð.
Bæjarráð staðfestir gangnaboð.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
Sérstakir styrkir Orkusjóðs árið 2016
Málsnúmer 1608110
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð auglýsing Orkusjóðs um sérstaka styrki á árinu 2016 vegna verkefna sem stuðla að lækkun kostnaðar vegna raf- og olíukyndingar með það að markmiði að leiða til orkusparnaðar.
Vísað til fjármálastjóra, sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
8.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Málsnúmer 1608100
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Samantekt Sambandsins vegna áhrifa nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum.
Vísað til kynningar í félagsmálanefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Vísað til vinnslu hjá fjármálastjóra, félagsmálastjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.
9.
Almenningssamgöngur 2016
Málsnúmer 1602039
Samningar um akstur íþróttaiðkenda í Fjarðabyggðarhöllina, um almenningsakstur milli Norðfjarðar og Egilsstaða, um almenningssamgöngur á Austurlandi og um akstur framhaldsskólanema í Fjarðabyggð, lagðir fram til staðfestingar í bæjarráði. Samningarnir voru samþykktir í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd 4.júlí 2017.
Bæjarráð samþykkir samninga og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
10.
Byggðaráðstefnan 2016 á Breiðdalsvík 14.-15. sept. nk.
Málsnúmer 1608079
Byggðaráðstefna Byggðastofnunar í samstarfi við Austurbrú og Samband sveitarfélaga á Austurlandi, verður haldin 14. - 15. september nk. á Breiðdalsvík.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á ráðstefnuna.
11.
Byggðaáætlun 2017 - 2023
Málsnúmer 1604003
Unnið er að gerð nýrrar byggðaáætlunar sem á að gilda 2017 til 2023. Haldinn verður fundur með fulltrúum Byggðastofnunar miðvikudaginn 5.október nk. kl. 16:00 - 18:45 í Valaskjálf.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á ráðstefnuna.
12.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2016
Málsnúmer 1604136
Lánveiting frá Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir, á árinu 2016 í Fjarðabyggð að upphæð 26, 3 milljónir kr.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti lántökuna og vísar lántöku til staðfestingar bæjarstjórnar.
13.
Fundargerðir stjórnar SSA 2016
Málsnúmer 1601213
Framlögð til kynningar 10. fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var 18. og 19. ágúst s.l.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 151
Málsnúmer 1608012F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 151 lögð fram til kynningar.
15.
Hafnarstjórn - 165
Málsnúmer 1608011F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 165 lögð fram til kynningar.
16.
Fræðslunefnd - 29
Málsnúmer 1608005F
Fundargerð fræðslunefndar nr. 29 lögð fram til kynningar.
17.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 24
Málsnúmer 1608006F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 24 lögð fram til kynningar.
18.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Málsnúmer 1601210
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 85 lögð fram til kynningar.