Fara í efni

Bæjarráð

487. fundur
5. september 2016 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Árshlutareikningur Fjarðabyggðar 30.6. 2016 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1608095
Lagt fram milliuppgjör Fjarðabyggðar fyrir janúar - júní 2016 ásamt yfirliti um rekstur málaflokka. Lagt fram sem trúnaðarmál.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Framhald vinnu við fjárhagsáætlun 2017.
Framlögð tillaga bæjarstjóra að fjárhagsrömmum fjárhagsáætlunar ársins 2017 og farið yfir skiptingu fjármagns til málaflokka og sviða.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skiptingu ramma
Bæjarstjóra falið að úthluta fjárhagsrömmum til fastanefnda með skýringum.
3.
Umhverfismál á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1608083
Framlagt erindi Steins Jónassonar og Gunnars Geirssonar er varðar umhverfismál á Fáskrúðsfirði.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs falið að svara erindinu í samráði við umhverfisstjóra.
4.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016
Málsnúmer 1608117
Tilnefning fulltrúa á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 22. og 23. september nk.
Fulltrúar sveitarfélagsins verða Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra.
5.
Erindi frá Ostrów Wielkiopolski Town og Commune Poland
Málsnúmer 1608129
Framlögð fyrirspurn frá Ostrow Wielkopolski, bæ í Póllandi, sem leitar að samstarfsaðila vegna verkefnis innan Bilateral Cooperation sjóðsins.
Bæjarritara falið að meta beiðnina og afgreiða.
6.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018
Málsnúmer 1406124
Sjálfstæðisflokkur tilnefnir Guðlaugu Dönu Andrésdóttur sem aðalmann í fræðslunefnd í stað Magna Þórs Harðarsonar sem hefur sagt sig frá störfum í nefndinni.
7.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 152
Málsnúmer 1608015F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 29. ágúst s.l. lögð fram til kynningar.